Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Haukar 73-79 | Helena með þrennu og sigur í systraslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2015 17:14 Haukar eru með fullt hús stiga í Domino's deild kvenna en Hafnfirðingar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir sóttu Val heim í Vodafone-höllina í kvöld. Lokatölur 73-79, Haukum í vil.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir þær sakir að þar mættust landsliðskonurnar og systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur í fyrsta sinn í deildarleik. Þær hafa verið tveir allra bestu leikmenn Domino's deildarinnar til þessa en í kvöld hafði stóra systir betur. Helena var með þrennu þriðja leikinn í röð en hún skoraði 16 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Guðbjörg var hins vegar með 12 stig, níu fráköst, sex stoðsendingar og tvo stolna bolta. Valskonur byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stig hans. Karisma Chapman skoraði fjögur þessara stiga en fleiri urðu stigin ekki hjá henni í 1. leikhluta. Haukar unnu sig þó fljótt inn í leikinn og eftir fimm stig í röð frá Pálínu Gunnlaugsdóttur var munurinn aðeins eitt stig, 9-8. Gestirnir spiluðu svo betur úr sínum málum á lokakafla 1. leikhluta og leiddu að honum loknum, 15-16. Chapman skoraði fyrstu körfu 2. leikhluta en þá kom frábær 14-4 kafli hjá Haukum sem komust níu stigum yfir, 21-30. Í kjölfarið fóru Haukar að hreyfa liðið sitt og Pálína og Helena fengu sér báðar sæti bekknum. Og það nýttu Valskonur sér, þó engin betur en Chapman sem tók hreinlega yfir leikinn um miðbik 2. leikhluta. Hún skoraði 11 af næstu 13 stigum Vals og kom liðinu yfir, 35-34. Frábær 14-4 kafli hjá heimakonum sem nýttu sér tímann þegar lykilmenn Hauka sátu á bekknum frábærlega. Haukar áttu þó síðasta orðið í 2. leikhluta og leiddu því í hálfleik, 35-36. Í 3. leikhluta tóku Haukar öll völd á vellinum en munurinn á liðunum lá einna helst í fráköstunum. Haukar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á meðan Valskonum virtist hreinlega fyrirmunað að stíga út. Fyrir vikið fengu gestirnir ítrekað nýja sókn og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Val fóru Haukakonur að hitta vel fyrir utan. Haukar unnu 3. leikhlutann 29-18 og leiddu því með 12 stigum, 53-65, fyrir lokaleikhlutann. Það sama var uppi á teningnum framan af honum; Haukakonur tóku heilan haug af sóknarfráköstum og á einhverjum tímapunkti var staðan 15-1 í sóknarfráköstunum, Haukum í vil. Haukar náðu mest 21 stigs forystu, 56-77, en þá fóru gestirnir að slaka á og hleyptu Valskonum inn í leikinn. Chapman, sem var ósýnileg í 3. leikhluta, fór aftur í gang og Valur vann síðustu sex mínútur leiksins 14-0. Munurinn var hins vegar of mikill og svo fór að Haukar unnu sex stiga sigur, 73-79. Helena var stigahæst í liði Hauka með 16 stig en Pálína og Sylvía Rún Hálfdanardóttir komu næstar með 15 stig hvor. Haukar fengu flott framlag frá bekknum í kvöld; alls 20 stig gegn aðeins þremur hjá Val. Chapman var atkvæðamest í liði Vals með 36 stig og 18 fráköst. Þrátt fyrir þessar rosalegu tölur átti hún misjafnan leik en Valur hefði eflaust þegið meira og betra framlag frá henni í 3. leikhluta þegar leikurinn svo gott sem tapaðist. Guðbjörg kom næst með 12 stig og þá skoraði Dagbjört Samúelsdóttir 10 stig.Helena og Guðbjörg: Kunnum alveg að vera vinkonur Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leik Vals og Hauka;Tweets by @Visirkarfa1 Guðbjörg Sverrisdóttir fer hér framhjá stóru systur en það var Helena Sverrisdóttir fagnaði sigri í lokin. Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir með boltann í leiknum.Vísir/Ernir Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Haukar eru með fullt hús stiga í Domino's deild kvenna en Hafnfirðingar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir sóttu Val heim í Vodafone-höllina í kvöld. Lokatölur 73-79, Haukum í vil.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir þær sakir að þar mættust landsliðskonurnar og systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur í fyrsta sinn í deildarleik. Þær hafa verið tveir allra bestu leikmenn Domino's deildarinnar til þessa en í kvöld hafði stóra systir betur. Helena var með þrennu þriðja leikinn í röð en hún skoraði 16 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Guðbjörg var hins vegar með 12 stig, níu fráköst, sex stoðsendingar og tvo stolna bolta. Valskonur byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu sjö stig hans. Karisma Chapman skoraði fjögur þessara stiga en fleiri urðu stigin ekki hjá henni í 1. leikhluta. Haukar unnu sig þó fljótt inn í leikinn og eftir fimm stig í röð frá Pálínu Gunnlaugsdóttur var munurinn aðeins eitt stig, 9-8. Gestirnir spiluðu svo betur úr sínum málum á lokakafla 1. leikhluta og leiddu að honum loknum, 15-16. Chapman skoraði fyrstu körfu 2. leikhluta en þá kom frábær 14-4 kafli hjá Haukum sem komust níu stigum yfir, 21-30. Í kjölfarið fóru Haukar að hreyfa liðið sitt og Pálína og Helena fengu sér báðar sæti bekknum. Og það nýttu Valskonur sér, þó engin betur en Chapman sem tók hreinlega yfir leikinn um miðbik 2. leikhluta. Hún skoraði 11 af næstu 13 stigum Vals og kom liðinu yfir, 35-34. Frábær 14-4 kafli hjá heimakonum sem nýttu sér tímann þegar lykilmenn Hauka sátu á bekknum frábærlega. Haukar áttu þó síðasta orðið í 2. leikhluta og leiddu því í hálfleik, 35-36. Í 3. leikhluta tóku Haukar öll völd á vellinum en munurinn á liðunum lá einna helst í fráköstunum. Haukar tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á meðan Valskonum virtist hreinlega fyrirmunað að stíga út. Fyrir vikið fengu gestirnir ítrekað nýja sókn og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Val fóru Haukakonur að hitta vel fyrir utan. Haukar unnu 3. leikhlutann 29-18 og leiddu því með 12 stigum, 53-65, fyrir lokaleikhlutann. Það sama var uppi á teningnum framan af honum; Haukakonur tóku heilan haug af sóknarfráköstum og á einhverjum tímapunkti var staðan 15-1 í sóknarfráköstunum, Haukum í vil. Haukar náðu mest 21 stigs forystu, 56-77, en þá fóru gestirnir að slaka á og hleyptu Valskonum inn í leikinn. Chapman, sem var ósýnileg í 3. leikhluta, fór aftur í gang og Valur vann síðustu sex mínútur leiksins 14-0. Munurinn var hins vegar of mikill og svo fór að Haukar unnu sex stiga sigur, 73-79. Helena var stigahæst í liði Hauka með 16 stig en Pálína og Sylvía Rún Hálfdanardóttir komu næstar með 15 stig hvor. Haukar fengu flott framlag frá bekknum í kvöld; alls 20 stig gegn aðeins þremur hjá Val. Chapman var atkvæðamest í liði Vals með 36 stig og 18 fráköst. Þrátt fyrir þessar rosalegu tölur átti hún misjafnan leik en Valur hefði eflaust þegið meira og betra framlag frá henni í 3. leikhluta þegar leikurinn svo gott sem tapaðist. Guðbjörg kom næst með 12 stig og þá skoraði Dagbjört Samúelsdóttir 10 stig.Helena og Guðbjörg: Kunnum alveg að vera vinkonur Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leik Vals og Hauka;Tweets by @Visirkarfa1 Guðbjörg Sverrisdóttir fer hér framhjá stóru systur en það var Helena Sverrisdóttir fagnaði sigri í lokin. Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir með boltann í leiknum.Vísir/Ernir
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira