Mannréttindi brotin á eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er stöðugt verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Það er brot á stjórnarskránni að skammta öldruðum svo nauman lífeyri, að ekki sé unnt að framfleyta sér á honum. (Á við þá sem einungis hafa tekjur frá TR.) Og það er líka mannréttindabrot að halda lífeyri aldraðra óbreyttum, þegar launafólk er að fá verulegar kauphækkanir. Þetta er gróf mismunun, sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir aldraðra er ígildi launa? Þetta eru laun þeirra, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Þessi laun eiga að sjálfsögðu að hækka í takt við önnur laun í þjóðfélaginu.Ígildi eignaupptöku Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni kannar nú hvort það sé ekki brot á lögum og stjórnarskrá að skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Sá eftirlaunamaður, sem hefur 50-100 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði, sætir skerðingu TR, sem samsvarar í kringum helmingi greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Sá sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sætir 48 þúsund króna skerðingu og sá, sem hefur 50 þúsund krónur úr lífeyrissjóði sætir 32 þúsund króna skerðingu. Mörgum finnst þetta eins og eignaupptaka. Það er verið að refsa mönnum fyrir að hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð. Sá eftirlaunamaður, sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, sætir ekki neinni skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Það verður að stöðva þessa skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR. Það er ekki unnt að sætta sig lengur við þetta ranglæti. Góðar líkur eru á því að farið verði í mál við ríkið til þess að fá þessu ranglæti hnekkt.Brotið á þeim sem fara á hjúkrunarheimili En mannréttindabrotin gegn öldruðum eru fleiri. Þegar ellilífeyrisþegar fara á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests er lífeyrir þeirra frá almannatryggingum gerður upptækur! Þetta er því gert án leyfis viðkomandi eldri borgara. Lífeyririnn frá almannatryggingum rennur til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu. Og síðan er ellilífeyrisþeganum skammtaður vasapeningur, rúmar 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar halda ellilífeyrisþegar sínum lífeyri frá almannatryggingum og greiða síðan sjálfir af honum það, sem þeir eiga að greiða til hjúkrunarheimilis. Þannig halda þeir reisn sinni. Fyrirkomulaginu hér þarf að breyta strax og taka upp sama fyrirkomulag og á Norðurlöndum. Núverandi skipan er niðurlægjandi fyrir ellilífeyrisþega.Mismunun á sjúkrahúsum og á vinnumarkaði Rannsókn leiðir í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Eldri borgarar eru látnir sæta afgangi á sjúkrahúsunum. Það er mannréttindabrot. Og hið sama á við á vinnumarkaðnum. Þar missa eldri borgarar vinnuna á undan þeim yngri og öldruðum gengur illa að fá vinnu á ný. Þeir yngri ganga fyrir. Þetta er mannréttindabrot. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig, að það er sama hvar borið er niður: Það er alls staðar verið að fremja mannréttindabrot á öldruðum. En en að mínu mati er grófasta mannréttindabrotið það, að skera lífeyri aldraðra svo mikið niður, að hann dugi ekki til framfærslu. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag, sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar