Körfubolti

Enn tapar Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe Bryant var slakur í nótt.
Kobe Bryant var slakur í nótt. vísir/getty
Það er enn einhver bið í að hið forna stórveldi LA Lakers vinni sinn fyrsta leik í NBA-deildinni í vetur.

Lakers er búið að tapa fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur og varnarleikur liðsins var skelfilegur í nótt. Þetta var tíundi sigur Denver á Lakers í síðustu ellefu leikjum liðanna.

Kobe Bryant skoraði 11 stig fyrir Lakers og nýtti fjögur af ellefu skotum sínum. Hann hefur ekki farið vel af stað frekar en félagar hans.

Kenneth Faried var stigahæstur hjá Denver með 28 stig og hann tók einnig 15 fráköst. Danilo Gallinari skoraði 21 stig.

Úrslit:

Charlotte-Chicago  130-105

Detroit-Indiana  82-94

Miami-Atlanta  92-98

New Orleans-Orlando  94-103

Dallas-Toronto  91-102

Sacramento-Memphis  89-103

LA Lakers-Denver  109-120

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×