Hvað verður um RÚV? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Óheilindi í ríkisstjórnarflokkunum og samkeppnisfjölmiðlum í garð Ríkisútvarpsins kristallast þessa daga í umræðum um svonefnda Eyþórsskýrslu menntamálaráðherra. Í miðju umrótinu gengur út formaður stjórnar RÚV, Ingvi Hrafn Óskarsson, og ber við önnum á lögmannsstofu sinni. Morguninn eftir er uppsláttur Moggans að Ingvi Hrafn og aðrir stjórnendur RÚV hafi veitt þingnefnd rangar upplýsingar um tölvupóst frá fjármálaráðuneytinu. Fréttin byggir á viðtali við Guðlaug Þór Þórðarson, varaformann fjárlaganefndar, og er árás á stjórnendur Ríkisútvarpsins. Stjórnendur RÚV töldu póst fjármálaráðuneytis staðfesta að með ráðstöfunum til að laga fjárhaginn hafi RÚV uppfyllt skilyrði fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Þetta segir Guðlaugur Þór vera rangt. Túlkun stjórnenda RÚV á tölvupóstum milli fjármálaráðuneytis og stjórnarformanns miðaðist við að verið væri að vinna með stjórnvöldum, en ekki gegn þeim, að lausn á vanda RÚV. Og vissulega voru stjórnvöld að vinna með Ríkisútvarpinu, í sameiginlegri nefnd með forsætis-, mennta- og fjármálaráðuneyti. Því er undarlegt að löngu síðar komi upp ný túlkun á efni tölvupósts frá í mars. Pósts sem einungis átti að staðfesta sameiginlegan skilning, eftir samvinnu. En þar virðist glæpur stjórnenda RÚV einmitt liggja. Að hafa unnið vinnu með árangri, meðan stjórnvöld og fjárveitingavaldið unnu gegn þeim, drógu mál á langinn, flæktu þau og affluttu. Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið hallalaus síðasta árið. Þess er ekki getið í umræðum um skýrsluna. Skuldir lækka meira en í sögu félagsins, með lóðasölu og húsnæðisleigu. Starfsfólk er pínt áfram inn í vaxandi óvissu, aukið vinnuálag og pólitískt einelti. Skýrsla Eyþórs er sögð afhjúpandi, en hún afhjúpaði ekki annað en einbeittan pólitískan vilja höfunda til að leggja Ríkisútvarpið niður. Stjórn Ríkisútvarpsins, vön ásökunum um að vera gagnslaus bitlingastjórn flokkanna, stóð saman gegn árás fjárveitingavaldsins á Ríkisútvarpið í fyrra. Í ár var upplýsingum haldið frá henni. Skýrsla Eyþórs var rýnd af öðrum fjölmiðlum, með almannatengslaráðgjafa, áður en stjórn RÚV sá hana. Framhaldið var á sömu leið. Er nema von að stjórnarformaðurinn snúi sér að uppbyggilegri verkefnum? En hvað verður um Ríkisútvarpið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Óheilindi í ríkisstjórnarflokkunum og samkeppnisfjölmiðlum í garð Ríkisútvarpsins kristallast þessa daga í umræðum um svonefnda Eyþórsskýrslu menntamálaráðherra. Í miðju umrótinu gengur út formaður stjórnar RÚV, Ingvi Hrafn Óskarsson, og ber við önnum á lögmannsstofu sinni. Morguninn eftir er uppsláttur Moggans að Ingvi Hrafn og aðrir stjórnendur RÚV hafi veitt þingnefnd rangar upplýsingar um tölvupóst frá fjármálaráðuneytinu. Fréttin byggir á viðtali við Guðlaug Þór Þórðarson, varaformann fjárlaganefndar, og er árás á stjórnendur Ríkisútvarpsins. Stjórnendur RÚV töldu póst fjármálaráðuneytis staðfesta að með ráðstöfunum til að laga fjárhaginn hafi RÚV uppfyllt skilyrði fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Þetta segir Guðlaugur Þór vera rangt. Túlkun stjórnenda RÚV á tölvupóstum milli fjármálaráðuneytis og stjórnarformanns miðaðist við að verið væri að vinna með stjórnvöldum, en ekki gegn þeim, að lausn á vanda RÚV. Og vissulega voru stjórnvöld að vinna með Ríkisútvarpinu, í sameiginlegri nefnd með forsætis-, mennta- og fjármálaráðuneyti. Því er undarlegt að löngu síðar komi upp ný túlkun á efni tölvupósts frá í mars. Pósts sem einungis átti að staðfesta sameiginlegan skilning, eftir samvinnu. En þar virðist glæpur stjórnenda RÚV einmitt liggja. Að hafa unnið vinnu með árangri, meðan stjórnvöld og fjárveitingavaldið unnu gegn þeim, drógu mál á langinn, flæktu þau og affluttu. Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið hallalaus síðasta árið. Þess er ekki getið í umræðum um skýrsluna. Skuldir lækka meira en í sögu félagsins, með lóðasölu og húsnæðisleigu. Starfsfólk er pínt áfram inn í vaxandi óvissu, aukið vinnuálag og pólitískt einelti. Skýrsla Eyþórs er sögð afhjúpandi, en hún afhjúpaði ekki annað en einbeittan pólitískan vilja höfunda til að leggja Ríkisútvarpið niður. Stjórn Ríkisútvarpsins, vön ásökunum um að vera gagnslaus bitlingastjórn flokkanna, stóð saman gegn árás fjárveitingavaldsins á Ríkisútvarpið í fyrra. Í ár var upplýsingum haldið frá henni. Skýrsla Eyþórs var rýnd af öðrum fjölmiðlum, með almannatengslaráðgjafa, áður en stjórn RÚV sá hana. Framhaldið var á sömu leið. Er nema von að stjórnarformaðurinn snúi sér að uppbyggilegri verkefnum? En hvað verður um Ríkisútvarpið?
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar