Ríkið og rómantískar gamanmyndir Brynhildur S. Björnsdóttir og Starri Reynisson skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun