Körfubolti

Ótrúlegur sigur meistaranna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stephen Curry er algjörlega óstöðvandi.
Stephen Curry er algjörlega óstöðvandi. vísir/getty
Meistarar Golden State með Steph Curry í broddi fylkingar halda áfram að fara á kostum í NBA-deildinni og þeir skelltu Memphis með 50 stiga mun í nótt.

Curry skoraði 21 af 30 stigum sínum í þriðja leikhluta. Ágætis framhald af 53 stiga leik hans frá því um helgina. Hann gat svo hvílt í fjórða leikhluta.

Warriors vann annan og þriðja leikhlutann 72-27. Þetta var stærsta tap í sögu Memphis.

Houston náði svo loks að vinna sinn fyrsta leik í vetur og LeBron James varð yngstur í sögu deildarinnar til þess að skora 25 þúsund stig.

Úrslit:

Philadelphia - Cleveland  100-107

Brooklyn - Milwaukee  96-103

NY Knicks - San Antonio  84-94

Houston - Oklahoma  110-105

Minnesota - Portland  101-106

Golden State - Memphis  119-69

LA Clippers - Phoenix  102-96

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×