Hrútar unnu þrenn stór verðlaun á Spáni um helgina Stefán Árni Pálsson skrifar 2. nóvember 2015 10:02 Hrútar hefur slegið í gegn. vísir Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta hlutu alls þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á laugardagskvöldið og var því sigursælust af miklum fjölda kvikmynda. Semana, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Valladolid á Spáni, er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta sinn í ár. Hrútar hlutu Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar og fengu áhorfendaverðlaun æskunnar. Að lokum deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven. Aðalverðlaununum fylgir ríflegur fjárstyrkur til að kynna myndina fyrir frumsýningu í um 40 spænskum kvikmyndahúsum á næstu vikum. Grímar Jónsson framleiðandi var á staðnum á laugardagskvöldið og tók við verðlaununum. Grímur Hákonarson leikstjóri er staddur á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu þessa dagana. Grímar segir verðlaunin mikla viðurkenningu. „Dreifingaraðilinn á Spáni sem er að fara að frumsýna myndina eftir tvær vikur fær níu milljónir í peningum til að kynna myndina betur. Ég vona að það breyti einhverju. Það hlýtur að vera.“Þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk Grímar flutti þakkarræðu á spænsku, þrátt fyrir að skilja vart orð í því tungumáli. „Ég fékk smá hjálp við að halda ræðu á spænsku. Ég kann ekkert í spænsku. Ég talaði um það þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk af okkur nema við keyptum vín af þeim meðan áfengisbannið var í gildi.“ Grímar segist ekki vita hversu vel hafi tekist við flutninginn en fólk hafi alla vega hlegið að sögunni og borgarstjórinn í Valladolid hafi hrósað honum bak og fyrir fyrir flutninginn. Verðlaunaafhendingunni var varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar og eftir athöfnina beið fjöldinn allur af ljósmyndurunum og aðdáendum Hrúta eftir Grímari. Hrútar hafa sankað að sér verðlaunum síðustu mánuðina, síðan myndin hlaut hin eftirsóknarverðu Un Certain Regard verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Verðlaunin á laugardagskvöldið voru 11. verðlaunin sem hún hlýtur. Það voru ekki aðeins aðstandendur Hrúta sem unnu til verðlauna í Valladolid fyrir hönd Íslendinga. Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir bestan leik fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fúsi. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta hlutu alls þrenn verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid á laugardagskvöldið og var því sigursælust af miklum fjölda kvikmynda. Semana, alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Valladolid á Spáni, er ein stærsta hátíðin á Spáni og var haldin í sextugasta sinn í ár. Hrútar hlutu Gullna gaddinn fyrir bestu mynd hátíðarinnar og fengu áhorfendaverðlaun æskunnar. Að lokum deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven. Aðalverðlaununum fylgir ríflegur fjárstyrkur til að kynna myndina fyrir frumsýningu í um 40 spænskum kvikmyndahúsum á næstu vikum. Grímar Jónsson framleiðandi var á staðnum á laugardagskvöldið og tók við verðlaununum. Grímur Hákonarson leikstjóri er staddur á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu þessa dagana. Grímar segir verðlaunin mikla viðurkenningu. „Dreifingaraðilinn á Spáni sem er að fara að frumsýna myndina eftir tvær vikur fær níu milljónir í peningum til að kynna myndina betur. Ég vona að það breyti einhverju. Það hlýtur að vera.“Þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk Grímar flutti þakkarræðu á spænsku, þrátt fyrir að skilja vart orð í því tungumáli. „Ég fékk smá hjálp við að halda ræðu á spænsku. Ég kann ekkert í spænsku. Ég talaði um það þegar Spánverjar neituðu að kaupa saltfisk af okkur nema við keyptum vín af þeim meðan áfengisbannið var í gildi.“ Grímar segist ekki vita hversu vel hafi tekist við flutninginn en fólk hafi alla vega hlegið að sögunni og borgarstjórinn í Valladolid hafi hrósað honum bak og fyrir fyrir flutninginn. Verðlaunaafhendingunni var varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar og eftir athöfnina beið fjöldinn allur af ljósmyndurunum og aðdáendum Hrúta eftir Grímari. Hrútar hafa sankað að sér verðlaunum síðustu mánuðina, síðan myndin hlaut hin eftirsóknarverðu Un Certain Regard verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Verðlaunin á laugardagskvöldið voru 11. verðlaunin sem hún hlýtur. Það voru ekki aðeins aðstandendur Hrúta sem unnu til verðlauna í Valladolid fyrir hönd Íslendinga. Gunnar Jónsson fékk verðlaun fyrir bestan leik fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Fúsi.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira