Nýjan Landspítala á 5 árum Ingimar Einarsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Frá því um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd byggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var hugmyndin að reisa íburðarmikið háskóla- og hátæknisjúkrahús sem myndi leysa af hólmi gamlar og úr sér gengnar byggingar. En í framhaldi af hruni efnahagskerfisins árið 2008 voru allar forsendur endurmetnar og framtíðaráform endurskoðuð. Símapeningarnir voru notaðir í annað og norskir ráðgjafar ráðlögðu að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru.StaðarvalFrá upphafi hefur staðarval verið einn megin þátturinn í allri umræðu um nýja Landspítalann. Athugaðir hafa verið ýmsir möguleikar en niðurstaða allra nefnda frá árinu 2002 hefur verið að Hringbrautin væri ákjósanlegasti byggingarkosturinn. Aðrir kostir sem taldir hafa verið koma til greina eru Fossvogur, Vífilstaðir, Sævarhöfði, Keldur og jafnvel fleiri staðir. Mismunandi sjónarmið hafa væntanlega orðið til þess að nýlega var Ráðgjafasviði KPMG falið að rýna helstu gögn og skýrslur um hagkvæmni, kostnað og skipulagsmál varðandi staðsetningu spítalans. Þótt ekki liggi fyrir endanleg áreiðanleikakönnun frá hendi KPMG töldu forsvarsmenn nýs Landspítala í lok ágústmánaðar að ekki væri ástæða til að breyta fyrirliggjandi ákvörðun um að byggja nýjan spítala við Hringbraut. Bráðabirgðaskýrsla KPMG frá 31. ágúst sl. styddi þá ákvörðun.RökstuðningurÍ framhaldi af birtingu á skýrslu KPMG skrifuðu Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni Landspítali við Hringbraut. Þar eru tíunduð rök fyrir staðarvalinu, svo sem gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og möguleikar á samstarfi við aðrar stofnanir í nágrenninu. Í grein þremenninganna er fullyrt að hvernig sem kostir og gallar eru vegnir og metnir sé niðurstaðan ávallt sú sama að staðsetningin við Hringbraut vegi þyngst, hvort sem litið er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Húsakostur sem fyrir er nýtist áfram, nýjar byggingar muni rísa og samgöngumiðstöð verði byggð í túnfæti spítalans til hagræðis fyrir starfsfólk, spítalann og umhverfið.vísir/gvaHindranirAð framansögðu hefði mátt ætla að auðvelt væri að ná samstöðu um að ráðast í nýbyggingar og endurbætur á Landspítalalóð, en því fer fjarri og má segja að menn hafi nánast staðið í sömu sporum í hálfan annan áratug. Enda þótt vinna við fullnaðarhönnun sjúkrahótels, bílastæða og meðferðarkjarna sé hafin er langt frá því að fyrir liggi heildaráætlun um uppbyggingu og fjármögnun. Hringbrautarlóðin gæti að öllu óbreyttu orðið byggingarsvæði í mörg ár með tilheyrandi hávaða og ónæði sem venjulega fylgir byggingarframkvæmdum. Mikilvægt er því að hraða byggingu nýs spítala svo ekki þurfi að grípa til fleiri bráðabirgðalausna áður en nýja þjóðarsjúkrahúsið er fullbyggt og komið í notkun.Ný staðsetningUndanfarna mánuði hafa enn á ný vaknað spurningar um hvort það væri ekki skynsamlegra að reisa nýjan spítala annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á lóðinni við Hringbraut. Í byrjun apríl sló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kanna hvort lóð Útvarpshússins við Efstaleiti gæti komið til greina. Sú hugdetta var skömmu síðar slegin út af borðinu af heilbrigðisráðherra sem á ársfundi Landspítalans tók af öll tvímæli um afstöðu sína til staðsetningar nýs Landspítala við Hringbraut. Hins vegar er jafn ljóst að ekki verður ráðist í nýja spítalabyggingu við Hringbraut nema samstaða sé um það í ríkisstjórn.Valkostir Menn standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut og hins vegar að reisa nýjan spítala frá grunni á „besta mögulega stað“ á höfuðborgarsvæðinu. Samtímis er ljóst að slitabú gömlu bankanna þriggja munu greiða um 500 milljarða í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. Enda þótt bróðurpartur þeirrar upphæðar fari í að greiða niður skuldir er ljóst að hluti þessara fjármuna gæti staðið undir að fjármagna spítalabygginguna. Notkun hluta andvirðis af sölu banka kemur einnig til greina. Þannig væri með samstilltu átaki ríkisstjórnar mögulegt að reisa nýjan Landspítala á fimm árum hvort sem um er að ræða byggingar á Hringbrautarlóðinni eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Er þá tekið mið af því að í Noregi hefur á minna en fimm árum tekist að byggja og hefja starfsemi í háþróuðu sérgreina- og kennslusjúkrahúsi í Kalnes í Østfold. Þetta sjúkrahús mun þjóna 300 þúsund íbúum og er stærra en fyrirhugaðar byggingar á lóð Landspítalans.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun