Porzingis langt á undan Dirk | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 15:00 Lettinn Kristaps Porzingis og Dirk Nowitzki árið 1999. Vísir/Getty Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur. Kristaps Porzingis er 20 ára og 221 sentímetra kraftframherji sem spilar eins og lítill framherji og getur skotið nánast hvaðan sem er. Porzingis átti frábæran leik með New York Knicks í nótt og stuðningsmenn Knicks-liðsins, þeir sömu og púuðu þegar nafnið hans var lesið upp í nýliðavalinu, sungu nú nafnið hans „Por-zing-is, Por-zing-is.” Porzingis endaði með 29 stig og 11 fráköst og New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets í sjálfum Madison Square Garden. Kristaps Porzingis hefur oft verið líkt við Dirk Nowitzki enda mjög hávaxinn skotmaður eins og Þjóðverjinn. Dirk er þó átta sentímetrum minni en Porzingis. Þeir voru á sama aldrei þegar þeir komu inn í NBA-deildina og því er gaman að bera þá aðeins saman. Þetta var að sjálfsögðu besti stigaleikur Porzingis á NBA-ferlinum en hann var þarna að spila sinn tólfta leik. Porzingis hafði mest áður skorað 16 stig en það var í hans fyrsta leik. Dirk Nowitzki spilaði sinn fyrsta NBA-leik 5. febrúar 1999 og hann náði ekki 29 stiga leik fyrr en í leik númer 36. Porzingis var þannig 24 leikjum á undan honum í að skora að 29 stig í einum leik. Porzingis er með 12,8 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf leikjum sínum í NBA-deildinni. Nowitzki var með 7,3 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf NBA-leikjum sínum. Lettinn er reyndar bara að nýta 40,7 prósent skota sinna en 83,8 prósent vítanna hafa aftur á móti farið rétta leið. Tölur Nowitzki í fyrstu tólf leikjum hans voru 34 prósent skotnýting og 79 prósent vítanýting. Hér fyrir neðan má sjá skemmtileg myndbönd með Kristaps Porzingis úr leiknum í nótt en það er ein Hakeem Olajuwon hreyfing hjá honum (eftir 11 sekúndur í efra myndbandinu og eftir 14 sekúndur í neðra myndbandinu) sem fær flesta til að trúa því að kappinn geti orðið einn af þeim betri í deildinni. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur. Kristaps Porzingis er 20 ára og 221 sentímetra kraftframherji sem spilar eins og lítill framherji og getur skotið nánast hvaðan sem er. Porzingis átti frábæran leik með New York Knicks í nótt og stuðningsmenn Knicks-liðsins, þeir sömu og púuðu þegar nafnið hans var lesið upp í nýliðavalinu, sungu nú nafnið hans „Por-zing-is, Por-zing-is.” Porzingis endaði með 29 stig og 11 fráköst og New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets í sjálfum Madison Square Garden. Kristaps Porzingis hefur oft verið líkt við Dirk Nowitzki enda mjög hávaxinn skotmaður eins og Þjóðverjinn. Dirk er þó átta sentímetrum minni en Porzingis. Þeir voru á sama aldrei þegar þeir komu inn í NBA-deildina og því er gaman að bera þá aðeins saman. Þetta var að sjálfsögðu besti stigaleikur Porzingis á NBA-ferlinum en hann var þarna að spila sinn tólfta leik. Porzingis hafði mest áður skorað 16 stig en það var í hans fyrsta leik. Dirk Nowitzki spilaði sinn fyrsta NBA-leik 5. febrúar 1999 og hann náði ekki 29 stiga leik fyrr en í leik númer 36. Porzingis var þannig 24 leikjum á undan honum í að skora að 29 stig í einum leik. Porzingis er með 12,8 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf leikjum sínum í NBA-deildinni. Nowitzki var með 7,3 stig og 3,7 fráköst að meðaltali í fyrstu tólf NBA-leikjum sínum. Lettinn er reyndar bara að nýta 40,7 prósent skota sinna en 83,8 prósent vítanna hafa aftur á móti farið rétta leið. Tölur Nowitzki í fyrstu tólf leikjum hans voru 34 prósent skotnýting og 79 prósent vítanýting. Hér fyrir neðan má sjá skemmtileg myndbönd með Kristaps Porzingis úr leiknum í nótt en það er ein Hakeem Olajuwon hreyfing hjá honum (eftir 11 sekúndur í efra myndbandinu og eftir 14 sekúndur í neðra myndbandinu) sem fær flesta til að trúa því að kappinn geti orðið einn af þeim betri í deildinni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira