Heimir: Fáum á okkur aulaleg mörk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2015 23:18 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm „Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda." Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda."
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45