Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2015 19:15 Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“ Hryðjuverk í París Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“
Hryðjuverk í París Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira