Guðbjörg: Læknarnir stoppuðu mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 17:12 Guðbjörg með bikarana tvo um helgina. Mynd/Facebook.com/lskkvinner Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira