Guðbjörg: Læknarnir stoppuðu mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 17:12 Guðbjörg með bikarana tvo um helgina. Mynd/Facebook.com/lskkvinner Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira