Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 14:24 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vísir/Valli Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00