Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 23:51 Boeing 757 vél Loftfleidir Icelandic á Suðurskautinu. Ágúst Hákonarson Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson Fréttir af flugi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson
Fréttir af flugi Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira