Krónan og kjörin Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun