Mikil gremja eldri borgara út í stjórnvöld! Björgvin Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar