Svarthvítt Ríkisútvarp Stjórnarmaðurinn skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Ef taka ætti mark á þeim sem hæst hafa í umræðunni um Ríkisútvarpið mætti halda að Ísland væri eina landið í heiminum þar sem styr stendur um starfsemi ríkisfjölmiðla. Þannig hafa margir beitt fyrir sig rökum á þá leið að til dæmis BBC í Bretlandi eða DR í Danmörku séu standandi dæmi um mikilvægi og tilverurétt almannafjölmiðla. Röksemdir sem þessar eru hins vegar mikil einföldun. Í fyrsta lagi bera þær þess vott að fólk geti einungis verið með eða á móti Ríkisútvarpinu. Annaðhvort verði RÚV lagt niður eða það starfi áfram í nokkurn veginn óbreyttri mynd. Skoðanir flestra falla væntanlega á milli. Stjórnarmaðurinn telur til dæmis að ríkisfjölmiðlar eigi rétt á sér, þeir eigi hins vegar að forðast samkeppni við einkaaðila. Þannig á Ríkisútvarpið ekki að bjóða þjónustu sem er nú þegar í boði annars staðar, það á ekki að keppa við einkaaðila um efniskaup og ekki að standa í auglýsingasölu. Í þessari skoðun felst vilji til að breyta Ríkisútvarpinu, ekki leggja það niður. Í öðru lagi þá vill oft brenna við að þegar gripið er í samanburð við erlenda ríkisfjölmiðla þá séu slíkir fjölmiðlar sveipaðir einhvers konar dýrðarljóma. Vitanlega er það ekki svo. Fyrir hvern þátt af David Attenborough á BBC, er fjöldi útsendinga af hæfileikakeppnum ýmiss konar, sem þó er ekki þverfótað fyrir á einkastöðvunum. BBC er líka illa rekin stofnun á flesta mælikvarða. Svo mjög að stofnuninni hefur verið gert að skera niður um 140 milljarða króna á næstu sjö árum. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt. M.a. stendur til að skera stórlega niður framboð á íþróttaefni enda ofgnótt af slíku í boði hjá einkaaðilunum. Þannig hefur BBC nú þegar gefið eftir réttinn á opna breska meistaramótinu í golfi og til stendur að gera slíkt hið sama varðandi Formúlu 1 kappaksturinn. Samanburður leiðir líka í ljós mikla sóun. Á BBC eru t.d. 129 fjölmiðlafulltrúar á meðan hjá ITV starfa 35. ITV selur þó eigið efni um allan heim. Launakostnaður hjá félaginu er sömuleiðis gríðarlegur og jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Ljóst er að taka þarf til á ýmsum vígstöðvum eigi sparnaðaráform að standast. BBC er því ekki gallalaust frekar en önnur fyrirtæki. Engum dettur hins vegar í hug að þeir sem berjast fyrir umbótum í rekstri stofnunarinnar séu allir sérstakir óvinir almannaútvarps.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira