Fótbolti

Geir og félagar ekki búnir að ákveða hvern þeir styðja til forseta FIFA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Þorsteinsson fundaði með kollegum sínum á Norðurlöndum.
Geir Þorsteinsson fundaði með kollegum sínum á Norðurlöndum. vísir/pjetur
Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, og kollegar hans á Norðurlöndum eru ekki búnir að ákveðja hvern þeir styðja sem nýjan forseta FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Jesper Mölerl, formaður danska knattspyrnusambandsins, Christian Andreasen frá Færeyjum, Pertii Alaja frá Finnlandi, Yngve Hallén frá Noregi, Karl-Erik Nilsson frá Svíþjóð og Geir hittu fjóra frambjóðendur á fundi í Kaupamannahöfn í dag. Þetta voru Jerome Champagne, Gianni Infantino, Prince Ali og Tokyo Sexwale.

Frambjóðendurnir fengu þarna tækifæri til að kynna sínar hugmyndir og framtíðarsýn fyrir formönnum Norðurlandaþjóðanna.

„Forsetarnir hafa ekki ákveðið hvern þeir styja sem nýjan forseta FIFA. Þeir munu núna fara innbyrðis yfir allt sem þeir heyrðu og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvern skal kjósa,“ segir í sameiginlegri fréttatilkynningu knattspyrnusambandanna.

Þeir hitta svo Sheikh Salman í desember áður en þeir funda svo aftur í Zürich 24. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×