Smánarblettur Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun