Titraði og grét á ókunnum slóðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2015 10:30 Ég veit ekki til þess að nokkurri stelpu sem ég þekki hafi verið nauðgað. Samt er ég tilbúinn að veðja aleigunni á að það sé hins vegar ekki tilfellið. Þótt ég viti ekki af því hafa örugglega ein vinkona og líklega fleiri orðið fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu. Mögulega hefur einhver strákur sem ég þekki meira að segja orðið fyrir því þótt líkurnar séu töluvert minni. Í sumar kynntist ég stelpu sem ég er ansi hreint hræddur um að hafi verið nauðgað. Eða að hún hafi upplifað eitthvað í líkingu við nauðgun. Það eru liðnir fjórir mánuðir síðan ég hitti hana og endrum og sinnum velti ég enn fyrir mér augnablikinu þar sem hún varð hrædd, við mig - eða öllu heldur aðstæðurnar sem hún var í með mér. Ég varð sjálfur skíthræddur við aðstæðurnar sem voru mér algjörlega framandi. Þannig var að ég kynntist stelpunni snemma kvölds í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið sumar. Hún var á ferðalagi ásamt vinum sínum á Íslandi. Hress og skemmtileg stelpa, á svipuðum aldri og ég og við náðum ansi hreint vel saman. Eitthvað var um daður og ákváðum við að vera í bandi síðar í vikunni þegar ATP-hátíðin í Keflavík færi fram. Þangað voru þau vinirnir að fara og fór svo að ég skellti mér líka. Á fimmtudagskvöldinu mætti ég og stemningin var svipuð. Við nutum tónleikanna og þess að vera saman. Ég lagði til að ég myndi bara mæta á bíl kvöldið eftir, hún gæti komið til Reykjavíkur með mér eftir tónleikana á föstudeginum og við átt einn dag saman í höfuðborginni á laugardeginum. Henni leist ansi hreint vel á það. Sólarhring síðar vorum við á nákvæmlega sama stað. Hún mjög spennt að kíkja með mér til Reykjavíkur. Vinur minn var með í för, ég skutlaði honum heim og svo fórum við heim til mín. Það var langt liðið á kvöldið og við tiltölulega nýkomin inn í íbúðina. Ég fór inn í eldhús að bauka eitthvað og kom aftur inn í stofu þar sem hún hafði verið að skoða sig um og þá gerðist það. Stelpan var grátandi og titraði öll. Henni leið illa, hún var hrædd. Mér brá svo mikið að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég bauðst til að ná í vatnsglas, við settumst í sófann og ég passaði mig að halda mig í hæfilegri fjarlægð. Ég spurði hana hvað væri að, hvort ég gæti gert eitthvað fyrir hana. Hún þurrkaði tárin og reyndi að afsaka sig. Ég fullvissaði hana um að hún hefði ekkert að óttast, hún gæti verið alveg róleg. Við værum ekki að fara að gera neitt nema það væri eitthvað sem við hefðum bæði áhuga á. Annars væri enginn tilgangur með því. Það tók hana nokkrar mínútur að ná sér en hún sagði mér aldrei hvers vegna hún hefði farið að gráta. Ég fór að ræða um eitthvað annað, reyndi að vera fyndinn og létta andrúmsloftið og eftir nokkrar mínútur leið henni greinilega miklu betur. Ég var samt enn í sjokki. Hvernig í ósköpunum gat ég verið kominn í þær aðstæður að inni hjá mér væri stelpa sem hefði orðið skíthrædd með mér. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Mér tókst hreinlega ekki að ná þessu út úr hausnum á mér og þetta breytti aðstæðum algjörlega. Í stað þess að ég væri spenntur yfir því að vera með þessa flottu og skemmtilegu stelpu í heimsókn, eitthvað sem er alls ekki daglegt brauð, hugsaði ég ekki um annað en hvað hefði komið fyrir. Við enduðum á því að sofna, hún á undan mér því hausinn minn var á yfirsnúningi. Laugardagurinn var fallegur dagur. Við fórum í sund, á matarmarkað niðri í bæ og sátum og sötruðum bjór í sólinni á Austurvelli og hlustuðum á tónlist. Við spjölluðum um heima og geima en gráturinn og titringurinn kvöldið áður var í huga mér allan daginn. Það virtist gleymt og grafið hjá henni þó það þurfi ekkert að hafa verið tilfellið. Hún skemmti sér í það minnsta vel. Um kvöldmatarleytið var komið að því að hún héldi aftur til móts við vini sína á síðasta kvöld ATP-hátíðarinnar. Ég ákvað að sitja hjá en áður en hún yfirgaf borgina komst ég ekki hjá því að spyrja. „Hvað gerðist eiginlega þarna í gær?“ spurði ég og það fékk á hana um leið. Hún sagðist ekki vera viss um að hún þekkti mig nógu vel til að deila því með mér. Ég, bæði forvitinn og lausnamiðaður, tók „þroskuðu“ leiðina á þetta og sagðist myndu deila fyrst með henni erfiðri og persónulegri sögu úr mínu eigin safni. Hún stóð á gati að sögunni lokinni og gerði sig klára til að deila með mér hvað hefði eiginlega gerst. Hún byrjaði, „sko, það sem gerðist…“ en komst ekki lengra. Hún byrjaði öll að titra á nýjan leik og gráta og þá skammaðist ég mín fyrir að hafa verið svo forvitinn að vilja vita þetta. Útskýrði fyrir henni að auðvitað þyrfti hún ekki að deila þessu með mér. Við föðmuðumst, kvöddumst og svo skildu leiðir. Enn þann dag í dag veit ég því ekki hvers vegna stelpan brotnaði niður. Hins vegar tel ég ekki svo margt koma til greina. Aðstæðurnar, að vera alein með einhverjum sem hún í raun og veru þekkti ekki svo vel, voru greinilega ógnvekjandi. Kannski var brotið á henni sem barn, kannski var henni nauðgað. Þetta finnst mér líklegustu möguleikarnir en þeir eru eflaust fleiri - og jafn ömurlegir. En kannski var henni ekki nauðgað. Kannski var hún bara stelpa sem einhvern tímann varð hrifin af strák, fór að kyssa hann í partýi og svo fóru hlutirnir að vinda upp á sig í svefnherberginu. Kannski kunni hún ekki við að segja nei. Ekki heldur þegar vinur stráksins bættist í hópinn að henni forspurðri. Kannski var hún óörugg og vissi ekkert hvað hún átti að gera. Kannski leið henni mjög illa, vildi hætta við en taldi betra að spila með en að mótmæla. Best væri að leyfa þessu að ganga yfir og þegar hún myndi vakna daginn eftir yrði þetta gleymt. Hver svo sem saga vinkonu minnar er þá er ljóst að það sem gerðist gleymdist ekki þegar hún vaknaði daginn eftir. Og ekki vikurnar, mánuðina eða árin á eftir. Reynslan var ljót og gæti mögulega haft áhrif á hana alla ævi. Reiðin er mikil í litlum samfélögum á borð við okkar þar sem augljóslega virðist brotið kynferðislega á unglingsstúlku þótt á sama tíma virðast dómarar hafa farið að lögum á leið sinni að niðurstöðu í málinu. Fólk er tekið af lífi á samfélagsmiðlum og reyndar virðist reiðin oft á tíðum mest hjá þeim sem hafa kynnt sér hlutina minnst. Það er þó alls ekki algilt. En hvað getum við gert? Leikmenn í samfélagi sem vilja breyta því til hins betra? Í samfélag þar sem dætur okkar, vinkonur og makar þurfa ekki að ganga með lykla í hönd um stræti borgarinnar af ótta. Kannski ekki mikið við fyrstu sýn og við munum seint losna við öll eitruðu eplin í samfélaginu okkar frekar en öðrum fyrir fullt og allt. Við, ég og þú, getum samt gert heilmikið. Stöndum vaktina af alvöru og fylgjumst vel með fólkinu sem okkur þykir vænt um. Pössum upp á drykkina, skiljum engan eftir á ókunnugum slóðum og höfum augun opin. Ef eitthvað virðist grunsamlegt þá er mun sterkara að hringja í lögregluna, sem getur þá gengið úr skugga um hvað sé í gangi, en að láta það ógert. Þú sefur betur. Kærastinn sem er í raun og veru að hjálpa dauðadrukkinni ást sinni heim mun kunna að meta það, daginn eftir að minnsta kosti þegar hann setur hlutina í samhengi. Og fyrir alla muni, fáðu já og kenndu börnunum þínum mikilvægi þess að fá já - skýrt já. Þótt þú fáir ekki neitun þá ertu ekki endilega kominn með samþykki. Það er ömurlegt að vera nauðgað. Það er líka ömurlegt að hafa nauðgað. Og það er líka ömurlegt að vera með það á samviskunni að fólki hugsi um þig sem einhvern sem fékk ekki nei - og samkvæmt lögunum nauðgaði ekki - en fékk samt ekki já. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki til þess að nokkurri stelpu sem ég þekki hafi verið nauðgað. Samt er ég tilbúinn að veðja aleigunni á að það sé hins vegar ekki tilfellið. Þótt ég viti ekki af því hafa örugglega ein vinkona og líklega fleiri orðið fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu. Mögulega hefur einhver strákur sem ég þekki meira að segja orðið fyrir því þótt líkurnar séu töluvert minni. Í sumar kynntist ég stelpu sem ég er ansi hreint hræddur um að hafi verið nauðgað. Eða að hún hafi upplifað eitthvað í líkingu við nauðgun. Það eru liðnir fjórir mánuðir síðan ég hitti hana og endrum og sinnum velti ég enn fyrir mér augnablikinu þar sem hún varð hrædd, við mig - eða öllu heldur aðstæðurnar sem hún var í með mér. Ég varð sjálfur skíthræddur við aðstæðurnar sem voru mér algjörlega framandi. Þannig var að ég kynntist stelpunni snemma kvölds í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið sumar. Hún var á ferðalagi ásamt vinum sínum á Íslandi. Hress og skemmtileg stelpa, á svipuðum aldri og ég og við náðum ansi hreint vel saman. Eitthvað var um daður og ákváðum við að vera í bandi síðar í vikunni þegar ATP-hátíðin í Keflavík færi fram. Þangað voru þau vinirnir að fara og fór svo að ég skellti mér líka. Á fimmtudagskvöldinu mætti ég og stemningin var svipuð. Við nutum tónleikanna og þess að vera saman. Ég lagði til að ég myndi bara mæta á bíl kvöldið eftir, hún gæti komið til Reykjavíkur með mér eftir tónleikana á föstudeginum og við átt einn dag saman í höfuðborginni á laugardeginum. Henni leist ansi hreint vel á það. Sólarhring síðar vorum við á nákvæmlega sama stað. Hún mjög spennt að kíkja með mér til Reykjavíkur. Vinur minn var með í för, ég skutlaði honum heim og svo fórum við heim til mín. Það var langt liðið á kvöldið og við tiltölulega nýkomin inn í íbúðina. Ég fór inn í eldhús að bauka eitthvað og kom aftur inn í stofu þar sem hún hafði verið að skoða sig um og þá gerðist það. Stelpan var grátandi og titraði öll. Henni leið illa, hún var hrædd. Mér brá svo mikið að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég bauðst til að ná í vatnsglas, við settumst í sófann og ég passaði mig að halda mig í hæfilegri fjarlægð. Ég spurði hana hvað væri að, hvort ég gæti gert eitthvað fyrir hana. Hún þurrkaði tárin og reyndi að afsaka sig. Ég fullvissaði hana um að hún hefði ekkert að óttast, hún gæti verið alveg róleg. Við værum ekki að fara að gera neitt nema það væri eitthvað sem við hefðum bæði áhuga á. Annars væri enginn tilgangur með því. Það tók hana nokkrar mínútur að ná sér en hún sagði mér aldrei hvers vegna hún hefði farið að gráta. Ég fór að ræða um eitthvað annað, reyndi að vera fyndinn og létta andrúmsloftið og eftir nokkrar mínútur leið henni greinilega miklu betur. Ég var samt enn í sjokki. Hvernig í ósköpunum gat ég verið kominn í þær aðstæður að inni hjá mér væri stelpa sem hefði orðið skíthrædd með mér. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Mér tókst hreinlega ekki að ná þessu út úr hausnum á mér og þetta breytti aðstæðum algjörlega. Í stað þess að ég væri spenntur yfir því að vera með þessa flottu og skemmtilegu stelpu í heimsókn, eitthvað sem er alls ekki daglegt brauð, hugsaði ég ekki um annað en hvað hefði komið fyrir. Við enduðum á því að sofna, hún á undan mér því hausinn minn var á yfirsnúningi. Laugardagurinn var fallegur dagur. Við fórum í sund, á matarmarkað niðri í bæ og sátum og sötruðum bjór í sólinni á Austurvelli og hlustuðum á tónlist. Við spjölluðum um heima og geima en gráturinn og titringurinn kvöldið áður var í huga mér allan daginn. Það virtist gleymt og grafið hjá henni þó það þurfi ekkert að hafa verið tilfellið. Hún skemmti sér í það minnsta vel. Um kvöldmatarleytið var komið að því að hún héldi aftur til móts við vini sína á síðasta kvöld ATP-hátíðarinnar. Ég ákvað að sitja hjá en áður en hún yfirgaf borgina komst ég ekki hjá því að spyrja. „Hvað gerðist eiginlega þarna í gær?“ spurði ég og það fékk á hana um leið. Hún sagðist ekki vera viss um að hún þekkti mig nógu vel til að deila því með mér. Ég, bæði forvitinn og lausnamiðaður, tók „þroskuðu“ leiðina á þetta og sagðist myndu deila fyrst með henni erfiðri og persónulegri sögu úr mínu eigin safni. Hún stóð á gati að sögunni lokinni og gerði sig klára til að deila með mér hvað hefði eiginlega gerst. Hún byrjaði, „sko, það sem gerðist…“ en komst ekki lengra. Hún byrjaði öll að titra á nýjan leik og gráta og þá skammaðist ég mín fyrir að hafa verið svo forvitinn að vilja vita þetta. Útskýrði fyrir henni að auðvitað þyrfti hún ekki að deila þessu með mér. Við föðmuðumst, kvöddumst og svo skildu leiðir. Enn þann dag í dag veit ég því ekki hvers vegna stelpan brotnaði niður. Hins vegar tel ég ekki svo margt koma til greina. Aðstæðurnar, að vera alein með einhverjum sem hún í raun og veru þekkti ekki svo vel, voru greinilega ógnvekjandi. Kannski var brotið á henni sem barn, kannski var henni nauðgað. Þetta finnst mér líklegustu möguleikarnir en þeir eru eflaust fleiri - og jafn ömurlegir. En kannski var henni ekki nauðgað. Kannski var hún bara stelpa sem einhvern tímann varð hrifin af strák, fór að kyssa hann í partýi og svo fóru hlutirnir að vinda upp á sig í svefnherberginu. Kannski kunni hún ekki við að segja nei. Ekki heldur þegar vinur stráksins bættist í hópinn að henni forspurðri. Kannski var hún óörugg og vissi ekkert hvað hún átti að gera. Kannski leið henni mjög illa, vildi hætta við en taldi betra að spila með en að mótmæla. Best væri að leyfa þessu að ganga yfir og þegar hún myndi vakna daginn eftir yrði þetta gleymt. Hver svo sem saga vinkonu minnar er þá er ljóst að það sem gerðist gleymdist ekki þegar hún vaknaði daginn eftir. Og ekki vikurnar, mánuðina eða árin á eftir. Reynslan var ljót og gæti mögulega haft áhrif á hana alla ævi. Reiðin er mikil í litlum samfélögum á borð við okkar þar sem augljóslega virðist brotið kynferðislega á unglingsstúlku þótt á sama tíma virðast dómarar hafa farið að lögum á leið sinni að niðurstöðu í málinu. Fólk er tekið af lífi á samfélagsmiðlum og reyndar virðist reiðin oft á tíðum mest hjá þeim sem hafa kynnt sér hlutina minnst. Það er þó alls ekki algilt. En hvað getum við gert? Leikmenn í samfélagi sem vilja breyta því til hins betra? Í samfélag þar sem dætur okkar, vinkonur og makar þurfa ekki að ganga með lykla í hönd um stræti borgarinnar af ótta. Kannski ekki mikið við fyrstu sýn og við munum seint losna við öll eitruðu eplin í samfélaginu okkar frekar en öðrum fyrir fullt og allt. Við, ég og þú, getum samt gert heilmikið. Stöndum vaktina af alvöru og fylgjumst vel með fólkinu sem okkur þykir vænt um. Pössum upp á drykkina, skiljum engan eftir á ókunnugum slóðum og höfum augun opin. Ef eitthvað virðist grunsamlegt þá er mun sterkara að hringja í lögregluna, sem getur þá gengið úr skugga um hvað sé í gangi, en að láta það ógert. Þú sefur betur. Kærastinn sem er í raun og veru að hjálpa dauðadrukkinni ást sinni heim mun kunna að meta það, daginn eftir að minnsta kosti þegar hann setur hlutina í samhengi. Og fyrir alla muni, fáðu já og kenndu börnunum þínum mikilvægi þess að fá já - skýrt já. Þótt þú fáir ekki neitun þá ertu ekki endilega kominn með samþykki. Það er ömurlegt að vera nauðgað. Það er líka ömurlegt að hafa nauðgað. Og það er líka ömurlegt að vera með það á samviskunni að fólki hugsi um þig sem einhvern sem fékk ekki nei - og samkvæmt lögunum nauðgaði ekki - en fékk samt ekki já.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun