Yfirlýsing frá móður brotaþola: „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða" Snærós Sindradóttir skrifar 20. nóvember 2015 19:21 Mennirnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins stóð. VÍSIR/Daníel Mál fimm manna sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir nauðgun í Breiðholti hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa allir samræði við sextán ára stúlku gegn hennar vilja en framburður þeirra þótti trúverðugur fyrir dómi. Móðir stúlkunnar, Lilja Björnsdóttir, hefur sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins sem fer í heild hér á eftir:Yfirlýsing frá móður brotaþolaAllir vita að kynlíf er eitt en nauðgun annað og á þetta tvennt ekkert sameiginlegt. Mig, móður brotaþola, langar að upplýsa alla um nokkrar staðreyndir vegna hópnauðgunar sem átti sér stað í Asparfelli í maí 2014. Gerendur voru fimm en brotaþoli einn. Þeir voru í dag sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og eðlilegt er að spyrja sig hvort þar hafi skipt máli að allir verjendur og tveir af þremur dómurum eru karlkyns.Að taka þátt í hópkynlífi er öllum frjálst ef allir eru því samþykkir og stofnað er til þess með vitund, vilja og samþykki allra er taka ætla þátt. Að ætla að einstaklingur sem er til staðar fyrir tilviljun sé tiltækur til að taka þátt í þannig leik án þess að vera í samráði við hann í upphafi eða skipuleggja þannig leik án vitundar þess einstaklings er fjarri því að vera í lagi og telst ekki vera kynlíf heldur nauðgun.Það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir dóttur mína að fást við þetta brot og auðveldast hefði verið fyrir hana, til skamms tíma, að sleppa því að leggja fram kæru eins og hún ætlaði sér fyrstu dagana á eftir brotið. Að ákveða að kæra svona brot er erfitt og dregur dilk á eftir sér. Öll fjölskylda brotaþola sem og vinir hennar og kunningjar verða fyrir gríðarlegu áfalli við þessar fréttir og til að mynda fékk amma hennar taugaáfall og endaði á bráðamóttöku í kjölfarið af því að við foreldrarnir þurftum að segja henni og afa hennar þessar hræðilegu fréttir. Að kæra nauðgun er ekki einfalt og við taka mjög erfiðar og nærgöngular skýrslutökur ásamt því að þurfa að horfa á myndband af verknaðinum í viðurvist lögreglu og réttargæslumanns og í tilviki dóttir minnar starfsmanns barnaverndar þar sem hún var einungis 16 ára þegar á henni var brotið. Að þurfa að horfa á sjálfa sig í þannig niðurlægjandi aðstæðum þar sem fimm drengir eru hlæjandi og flissandi að skemmta sér við að nauðga manni er gríðarlega erfitt og þarf sterka og heiðarlega persónu til að treysta sér til þess. Að leggja af stað í þá vegferð gerir maður ekki nema að hafa sannleikann með í för.Staðreyndin er sú að þessir drengir voru að svala fýsnum sínum á henni og skeyttu engu um hana. Enginn spurði hana hvað hún vildi eða hvernig henni leið. Engar fallegar tilfinningar voru að verki einungis grímulaus greddan og eigingjarnt tillitsleysi gagnvart bjargarlausri manneskju. Skeytingarleysið var algjört og enginn var maður til að koma henni til hjálpar og stöðva verknaðinn.Ef það er einhver hér á landi sem efast um að glæpur hafi verið framinn þá þarf það að koma fram að engin unglingsstúlka undir áhrifum áfengis hefur samræði við 5 ókunnuga menn í einu af fúsum og frjálsum vilja. Það er ekki kynlíf, það er ofbeldi. Það ætti öllum sem ganga heilir til skógar að vera fullljóst. Þetta er ofbeldi af verstu sort og tími til kominn að koma því til skila til allra hér á landi að ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti. Þessu verður að fara að linna. Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða. Tengdar fréttir Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Þingfesting var í hópnauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm menn eru ákærðir en þeir neita allir sök. Fórnarlambið, sem er undir lögaldri, þurfti að flytja úr sveitarfélaginu sem hún bjó í og skipta um skóla vegna málsins. 13. júní 2015 12:00 „Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Mál fimm manna sem sýknaðir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir nauðgun í Breiðholti hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa allir samræði við sextán ára stúlku gegn hennar vilja en framburður þeirra þótti trúverðugur fyrir dómi. Móðir stúlkunnar, Lilja Björnsdóttir, hefur sent Vísi yfirlýsingu vegna málsins sem fer í heild hér á eftir:Yfirlýsing frá móður brotaþolaAllir vita að kynlíf er eitt en nauðgun annað og á þetta tvennt ekkert sameiginlegt. Mig, móður brotaþola, langar að upplýsa alla um nokkrar staðreyndir vegna hópnauðgunar sem átti sér stað í Asparfelli í maí 2014. Gerendur voru fimm en brotaþoli einn. Þeir voru í dag sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og eðlilegt er að spyrja sig hvort þar hafi skipt máli að allir verjendur og tveir af þremur dómurum eru karlkyns.Að taka þátt í hópkynlífi er öllum frjálst ef allir eru því samþykkir og stofnað er til þess með vitund, vilja og samþykki allra er taka ætla þátt. Að ætla að einstaklingur sem er til staðar fyrir tilviljun sé tiltækur til að taka þátt í þannig leik án þess að vera í samráði við hann í upphafi eða skipuleggja þannig leik án vitundar þess einstaklings er fjarri því að vera í lagi og telst ekki vera kynlíf heldur nauðgun.Það hefur verið gríðarlega erfitt fyrir dóttur mína að fást við þetta brot og auðveldast hefði verið fyrir hana, til skamms tíma, að sleppa því að leggja fram kæru eins og hún ætlaði sér fyrstu dagana á eftir brotið. Að ákveða að kæra svona brot er erfitt og dregur dilk á eftir sér. Öll fjölskylda brotaþola sem og vinir hennar og kunningjar verða fyrir gríðarlegu áfalli við þessar fréttir og til að mynda fékk amma hennar taugaáfall og endaði á bráðamóttöku í kjölfarið af því að við foreldrarnir þurftum að segja henni og afa hennar þessar hræðilegu fréttir. Að kæra nauðgun er ekki einfalt og við taka mjög erfiðar og nærgöngular skýrslutökur ásamt því að þurfa að horfa á myndband af verknaðinum í viðurvist lögreglu og réttargæslumanns og í tilviki dóttir minnar starfsmanns barnaverndar þar sem hún var einungis 16 ára þegar á henni var brotið. Að þurfa að horfa á sjálfa sig í þannig niðurlægjandi aðstæðum þar sem fimm drengir eru hlæjandi og flissandi að skemmta sér við að nauðga manni er gríðarlega erfitt og þarf sterka og heiðarlega persónu til að treysta sér til þess. Að leggja af stað í þá vegferð gerir maður ekki nema að hafa sannleikann með í för.Staðreyndin er sú að þessir drengir voru að svala fýsnum sínum á henni og skeyttu engu um hana. Enginn spurði hana hvað hún vildi eða hvernig henni leið. Engar fallegar tilfinningar voru að verki einungis grímulaus greddan og eigingjarnt tillitsleysi gagnvart bjargarlausri manneskju. Skeytingarleysið var algjört og enginn var maður til að koma henni til hjálpar og stöðva verknaðinn.Ef það er einhver hér á landi sem efast um að glæpur hafi verið framinn þá þarf það að koma fram að engin unglingsstúlka undir áhrifum áfengis hefur samræði við 5 ókunnuga menn í einu af fúsum og frjálsum vilja. Það er ekki kynlíf, það er ofbeldi. Það ætti öllum sem ganga heilir til skógar að vera fullljóst. Þetta er ofbeldi af verstu sort og tími til kominn að koma því til skila til allra hér á landi að ungar stelpur eru ekki dót sem hægt er að gera hvað sem er við, bara af því þær þora ekki að neita eða berjast á móti. Þessu verður að fara að linna. Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða.
Tengdar fréttir Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Þingfesting var í hópnauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm menn eru ákærðir en þeir neita allir sök. Fórnarlambið, sem er undir lögaldri, þurfti að flytja úr sveitarfélaginu sem hún bjó í og skipta um skóla vegna málsins. 13. júní 2015 12:00 „Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Fórnarlamb þurfti að skipta um skóla Þingfesting var í hópnauðgunarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm menn eru ákærðir en þeir neita allir sök. Fórnarlambið, sem er undir lögaldri, þurfti að flytja úr sveitarfélaginu sem hún bjó í og skipta um skóla vegna málsins. 13. júní 2015 12:00
„Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Stígamót segja að nú rigni eldi og brennisteini. 20. nóvember 2015 13:54
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent