
Hryðjuverk og viðbrögð
Auðveld skotmörk
Hryðjuverkamenn síðustu ára eru oftast ungir piltar af múslímskum uppruna sem hafa alist upp í viðkomandi ríki, en upplifa sig utanveltu og eru félagslega veikburða. Þeir finna sig ekki í skóla eða vinnu og eiga ekki von um að ná sama árangri og aðrir. Útsendarar nálgast þá meðal annars í gegnum tölvusamskipti og næra með þeim öfgafullar hugsanir og heimsmynd.
Það er sláandi að svipaður er bakgrunnur þeirra sem gerast sekir um hrikaleg fjöldamorð í Bandaríkjunum á síðustu misserum. Skortur á tengslum við samfélagið, viðeigandi skólagöngu og atvinnutækifærum fyrir unga pilta í vestrænum samfélögum er hætt að vera félagslegt eða menntarannsóknarlegt úrlausnarefni og er orðið mikilvægt öryggismál vestrænna samfélaga. Það er skrýtið að þessar staðreyndir endurspeglist ekki í auknum opinberum framlögum til fjölbreytts framhaldsnáms sem mætir ólíkum þörfum, aðgangi að sálfræðiþjónustu og þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra fyrir unga pilta.
Stóra myndin
Stóra myndin er svona: Það er jafn fráleitt að tengja íslam við hryðjuverk og ef við ræddum vændi og mansal alltaf sem sérstakt vandamál kvenna. Múslimar eru vissulega oftast fórnarlömb ofbeldis öfgamanna sem kenna sig við íslam og ungt fólk úr þeirra röðum verður sérstaklega fyrir barðinu á útsendurum slíkra afla, rétt eins og konur eru oftast fórnarlömb vændis og mansals. En skömmin og ábyrgðin á ofbeldinu liggur hjá þeim sem það boða, en ekki öllum múslimum og síst af öllu hjá fórnarlömbum ofbeldis.
Aukinn viðbúnaður
Um alla Evrópu er nú horft til þess hvernig hægt er að bregðast við þessum atburðum með hertri löggæslu og eftirliti. Það er sjálfsagt að gera það og mikilvægt að löggæslan hafi fullnægjandi tæki til að bregðast við hættu. Mat á því má samt ekki byggja á hindurvitnum eða flökkusögum heldur staðreyndum og yfirvegaðri túlkun á þeim. Það hefur til dæmis ekkert komið fram sem styður við staðhæfingar um að opin landamæri Evrópu séu orsök þessara árása. Við skulum því bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til.
Við gætum vopnast til að reyna að mæta vandanum. Það mun hins vegar aldrei uppræta nýliðun í hópi öfgamanna, svo lengi sem áfram verða til félagslegar aðstæður sem ala á vonleysi og einangrunartilfinningu ungra pilta. Það er athyglisvert að bera saman jákvæð viðbrögð stjórnvalda á Vesturlöndum gagnvart óskum um frekari útgjöld til löggæslu og öryggismála og neikvæð viðbrögð við því að auka útgjöld til félagslegra lausna, svo sem því að auka framboð fjölbreytts framhaldsnáms og fjölga tækifærum ungs fólks. Bresk stjórnvöld skera nú til dæmis gríðarlega niður fjármagn til framhaldsnáms, á sama tíma og fordæmalausum fjárhæðum er varið í löggæsluviðbrögð við hryðjuverkum.
Lausnin felst í samheldni
Við skulum gæta okkar að draga réttar ályktanir af þessari þróun. Í hruninu jukum við framlög til fjölbreyttra lausna fyrir atvinnulaust ungt fólk með góðum árangri, en sú áhersla hefur síðan dregist saman. Við þurfum að auka framlög til þessara verkefna og leggja áherslu á fjölbreyttan framhaldsskóla sem er öllum opinn. Stefnu stjórnvalda þarf að snúa við.
Frá aldamótum hefur fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang sjöfaldast á Íslandi, en ungt fólk af erlendum uppruna er í miklu minni mæli í framhaldsskólum en fólk af íslenskum uppruna. Þarna þarf úrbætur og aukna áherslu á að auðvelda fólki af erlendum uppruna framgang í skólakerfinu. Stefna núverandi menntamálaráðherra um harðari kröfur um námsframvindu, hraðara nám og lokun framhaldsskólans fyrir eldri nemendum er eins vitlaus og hugsast getur í þessu samhengi.
Brjótum niður félagslega einangrun
Viðbrögð Vesturlanda við þessari ógn munu skipta öllu um þróun samfélaga okkar á næstu áratugum. Besta svarið hlýtur að vera það sem Jens Stoltenberg gaf eftir fjöldamorðin í Ósló og Útey: Eflum enn frekar opið, frjálst samfélag og mannúð, án þess þó að gera lítið úr hættunni sem við er að eiga. Við skulum ekki vanmeta hættuna heldur bregðast við henni af þeirri alvöru sem nauðsynleg er. En við skulum ekki bregðast við með því að hamast bara á afleiðingum félagslegs óréttlætis, heldur ráðast líka að rótum þess.
Skoðun

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar