Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:15 Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs. Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs.
Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55
Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20
Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18
Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25