Gæti orðið svipað óveður á morgun og 6. mars árið 2013 Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2015 22:40 Veðrið sem er spáð á morgun minnir um margt á óveðrið sem fór yfir landið 6. mars árið 2013. Vísir/Vilhelm Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er spáð vonskuveðri á morgun. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur segir spána minna á óveðrið sem fór yfir landið þann 6. mars árið 2013. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng. „Þetta var alveg bagalegt ástand og þetta er í raun sama uppskriftin og gæti komið sama upp úr dúrnum,“ segir Birta Líf. Á morgun verður austanátt, 15 – 25 metrar á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi, fyrst suðvestanlands, en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Birta hvetur fólk til að vera ekki á ferli að óþörfu á morgun og ef fólk getur unnið heima ætti það að gera það. Einnig ættu sem flestir að hennar sögn að treysta á strætisvagna, leigubíla eða fara fótgangandi í vinnuna. Alls ekki leggja af stað út í ófærðina á vanbúnum bílum.Sjá einnig: Hátt í 20 bíla árekstur á Hafnarfjarðarveginum 6. mars árið 2013 var veðrið á höfuðborgarsvæðinu með slíku móti að Vesturlandsvegi var lokað og sátu mörg hundruð bílar fastir strax um morgun. Þar við sat í fimm klukkustundir áður tókst að losa flækjuna með aðstoð björgunar-sveitarbíla. Svo mikið álag var á lögreglu og björgunarsveitum að starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út til aðstoðar.Sjá einnig: Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessu mikla óveðursdegi fyrir rúmum tveimur árum:Frá veðrinu 6. mars árið 2013.Vísir/VilhelmLögregla og björgunarsveitir aðstoðuðu fólk í vandræðum.Vísir/VilhelmÞessi lét veðrið ekki stöðva sig.Vísir/VilhelmÍ vondu veðri getur verið nauðsynlegt að hjálpast að.Vísir/VilhelmHér má svo sjá myndband frá þessum degi.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00 Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 30. nóvember 2015 17:00
Skólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnir en foreldrar ráða hvort börnin verði heima Lögreglan segir þá sem ekki hafa búið bíla undir vetrarfærð eigi ekki að leggja af stað á morgun. 30. nóvember 2015 20:17