Trúleysi Ívar Halldórsson skrifar 30. nóvember 2015 09:49 „Kristin trú er óhjákvæmilega samtvinnuð tilvist okkar, arfleifð og uppruna. Að reyna að fjarlægja Guð úr tilvist okkar er eins og að reyna að skafa smjör af brauðsneið.“Hvað knýr fólk til að gera lítið úr kristinni trú og að reyna að bakfæra hana úr samfélagi okkar? Skrifaðir eru heilu og hálfu pistlarnir sem ganga út á að gera lítið úr og hæðast að persónulegri sannfæringu fólks um að Guð sé raunverulegur. Hvað býr að baki? Ég átta mig satt að segja ekki almennilega á þessari kergju gegn kristni í dag. Það er nefnilega svo ótal margt gott sem við eigum kristinni trú að þakka og mælir gegn því að hún verði smátt og smátt afmáð sem okkar þjóðartrú, eins og hér mun koma í ljós. Til að færa eðlilegt jafnvægi í umræðuna, skrifa ég af gefnu tilefni sem verjandi kristinnar trúar. Ég vona að þessar vangaveltur mínar verði kveikjan að málefnalegri umræðu á kaffistofum landsmanna: Leiðtogar lands okkar hafa í gegnum aldirnar alið á þjóðtrú landsmanna og hvatt til kirkjusóknar vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem kristin trú hefur haft á sálarlíf landsmanna í gegnum tíðina. Þykir ávöxtur kristinnar trúar virkilega það slæmur og rotinn að nú þurfi markvisst að draga í land? Á meðan trúleysi upphefur tilgangsleysi og tilviljun þá upphefur kristin trú ríkan tilgang - ekki tilviljun, heldur er lífið stefnumót almættisins við sköpun sína sem honum þykir óendanlega vænt um. Trúleysi vill þó sparka Guði út úr tilvistarjöfnunni og um leið taka burt það haldreipi sem hefur veitt fólki von og tilgang í öldusjó lífsins. Það má glöggt sjá í dag að löndum sem ákveðið hafa að byggja þjóðfélög sín á kristnum grunni og tileinka sér sönn kristin gildi í dag, vegnar betur þjóðfélagslega en þeim sem hafa opinberlega og markvisst snúið baki við Guði kristinnar trúar.Trúleysið stendur frammi fyrir því sama og kristin trú að því leyti að á meðan kristnin getur ekki sannað í mannlegum mætti að Guð sé til getur trúleysin ekki sannað í mannlegum mætti sínum að Guð sé ekki til. Á þeim forsendum er því lítið vit í að umfaðma trúleysi umfram trú. Ákvörðun um að afneita þjóðartrú okkar þarf að byggja á betri rökum.Trú á æðri mátt stendur reyndar aðeins betur að vígi vísindalega því að vísindinn eru á þeirri skoðun að Stóri hvellur (Big Bang) hefði ekki getað átt sér stað án einhvers utanaðkomandi krafts, þ.e. eitthvað þurfti að orsaka atburðinn eða „keyra þetta í gang“. Á meðan trúleysið vill ekki viðurkenna tilvist Guðs hefur hún í sannleika sagt aldrei getað fyllilega sannað fjarvist hans með vísindalegum hætti né getað útskýrt hvað orsakaði upphaf lífs. Trúleysi er nefnilega ekki hafið yfir vísindaleg rök frekar en kristin trú. Ef Guð er raunverulegur þá er hann væntanlega uppspretta vísindanna eins og við þekkjum þau og lögmál hans verða því að samræmast viðurkenndum vísindum. Þarna er kristin trú í sókn þrátt fyrir að margir hafi kannski ekki gert sér fyllilega grein fyrir því, enda rata réttar upplýsingar ekki alltaf í fjölmiðla. Áður en við tökum meðvitaða ákvörðun um að vísa Guði á dyr, þar sem hann hefur fengið að vera fastur heimilisgestur í okkar samfélagi, er rökrétt að skoða forsendur fyrir brottrekstri vel. Eðlilegt er að góð ástæða hljóti að búa að baki róttækri ákvörðun sem þessari. Ekki er hægt að segja að þjóðfélagi okkar standi ógn af kristinni trú í dag, né heldur hægt að fullyrða að kristin trú skaði fólk. Þótt trúleysinni finnist kristin trú kannski asnaleg og heimskuleg, stafar ekki meiri hætta af áhugasömum kristnum einstaklingum í dag en t.d. knattspyrnuáhugamönnum sem upphefja íþróttina eins og um trúarbrögð sé að ræða. Í raun felst meiri hætta í að fara á stórleik milli Liverpool og Manchester United en að fara á mót kristinna manna. Kotmót hvítasunnumanna sem vel er sótt um verslunarmannahelgar er t.d. þekkt fyrir friðsemd, gleði og prúðmennsku á meðan venjulegt fólk er í hættu í áhorfandastúkum íþróttaleikvangs vegna uppþota meðal stuðningsmanna keppnisliðanna. Sama má segja þegar önnur mannamót um verslunarmannahelgi eru borin saman við kristileg mótshöld. Kristileg hegðun á fjölmennum mannamótum þykir til fyrirmyndar samkvæmt fréttaflutningi. Jafnvel þótt einhverjir vanheilir einstaklingar gangi berserksgang í nafni kristinnar trúar einhvers staðar, endurspeglar sú hegðun ekki grunngildi kristinnar trúar frekar en að nokkrir vanheilir stuðningsmenn Liverpool endurspegli grunngildi knattspyrnunnar sem íþróttagrein. Auðvitað eru svo öfgamenn meðal trúleysingja líka - það sleppur víst engin hópur með fullkomna ferilskrá. Trúleysi finnst margt einkennilegt í fari kristinna manna, og efast ég ekki um að þessu sé einnig öfugt farið, þótt mér finnist minna fara fyrir því að kristnir hæðist að trúleysingjum opinberlega í greinarskrifum. Boðberar trúleysis skemmta sér stundum við að reyna að finna eitthvað í kristinni trú sem hægt er að túlka sem heimsku og sýna þannig fram á hversu klikkuð trúin er. Lítil góðvild býr að baki slíku opinberu háði. Þetta eru innistæðulausar árásir á einlæga sannfæringu fólks sem hefur ekki með nokkru móti unnið til slíkra niðurlæginga. Að gera lítið úr öðrum á grundvelli trúarbragða, eins og boðberar trúleysis virðast leyfa sér að gera í ríkari mæli í dag, t.d. á fésbókarsíðum og í fjölmiðlum, er samkvæmt okkar eigin gildum sem þjóðfélag, í besta falli siðleysi og óvirðing. Þegar barn hæðist að skólafélaga köllum við það skaðlegt einelti. Við virðumst því sem þjóð fordæma einelti þegar það á við, en kippum okkur síðan ekki upp við það þótt gert sé grín að kristinni trú og þeim sem hafa gert hana að sínum stólpa í lífinu. Þetta á sérstaklega við um kristna trú því ekki vegur trúleysið eins harkalega að öðrum trúarbrögðum. Kristin trú virðist vera sérstakt skotmark í dag og virðist vera komið í tísku þessa dagana að leggja hana í einelti.Þegar öllu er á botninn hvolft þá ættum við sem þjóð að byggja brýr milli ólíkra einstaklinga í stað þess að reyna að brjóta þær niður með háði og særandi orðum. Við eigum að bera virðingu fyrir öllu sem er gott og göfgandi og elska náungann eins og okkur sjálf....eins og kristin trú undirstrikar.Kristin trú hefur verið haldreipi svo margra frá unga aldri. Á bjargsyllu sem er að gefa eftir er trúin kaðalspottinn sem fólk grípur í til að bjarga sér þegar allt annað bregst. Trúleysið vill skera á reipið strax án haldbærra raka, eingöngu af því að hún vill ekki trúa að hinn endinn sé bundinn fastur við klett. Spottinn virðist hreinlega fara í taugarnar á trúleysinu.Trúin hefur gefið börnum okkar styrk og von í erfiðum kringumstæðum, t.d. þegar ótti og einmanaleiki hefur sótt að. Viljum við taka burtu þessa uppsprettu vonar og kenna þeim að þau standi í raun hjálparlaus frammi fyrir köldu tilgangsleysi lífsins, þegar fjölskylda og vinir eru ekki til staðar á stormasömum stundum? Trúin er ótrúlega mikilvægur og viðurkenndur þáttur í "Tólf spora kerfi" alkhólista og hefur glætt von í hjarta sjúkra og hjálpað fórnarlömbum áfengis að fóta sig aftur í lífinu. Eigum við að taka Guð út úr jöfnunni og upphefja vonleysi trúleysisins á kostnað vonarboðskaps kristinnar trúar; trúarvoninni úr uppeldi þeirra sem þurfa kannski einn daginn lífsnauðsynlega á slíkri von að halda í baráttunni við vímuefni? Hvað með hinn mikla áhrifamátt trúar í tónlist? Nefna má að eitt þekktasta lag heims „Amazing Grace“ hefur komið fólki í gegnum vonlausar kringumstæðum frá ómunatíð, og hefur það þá ekki síst verið haldreipi fólks sem hefur þurft að þola misrétti vegna kynþáttahaturs af hendi hvíta mannsins. Flestir tónlistarmenn sækja reyndar í kristna trú á einn eða annan hátt og óhætt að segja að án kristinnar trúar hefðu Elvis Presley, Johnny Cash, Eva Cassidy, Cliff Richard og ótal fleiri stjörnur ekki skinið eins skært og ekki náð að snerta eins djúpt við fólki um allan heim eins og raun ber vitni. Eftirminnilegir eru gospel-tónleikarnir sem Johnny Cash hélt í fangelsi fyrir forherta glæpamenn sem fundu von í kristilegum boðskapi laga hans.Hvað með þátt kristinnar trúar í skírnum, hjónavígslum og fermingum? Ef trú er heimska eins og trúleysið staðhæfir, af hverju sækja flestir í trúna er þeir velja nafn fyrir barnið sitt, ganga í það heilaga eða yfirgefa barndóm á táknrænan hátt? Við höfum sem þjóð alltaf viljað Guðs blessun yfir stórar ákvarðanir í lífi okkar. Meira að segja þeir sem hafa hvorki helgað líf sitt kristinni trú né fara eftir fyrirmælum hennar, sækja kirkjur við hátíðleg tækifæri og falast eftir kristilegri blessun. Trúleysið nýtir sér þá í dag sem fyrr kristilegar hefðir og hátíðir til að tryggja börnum sínum fermingargjafir, jólagjafir og skírnargjafir – sem er í raun hræsni ef málin eru skoðuð í réttu ljósi góðrar gagnrýni.Talandi um nöfn, hvað þá með nafnaarfleifð okkar sem byggir á tilvist Guðs? Nöfn eins og Guðmundur, Guðný, Guðsteinn, Guðmann, Guðgeir, Kristinn, Kristmann, Kristborg o.s.frv. Trúleysin vill kannski mjaka þessum nöfnum út úr okkar samfélagi. Trúleysin kallar væntanlega fljótlega eftir nýjum þjóðsöng og kemur „Ísland er land þitt“ væntanlega ekki til greina því að enn einu sinni fannst enn einum lagahöfundinum erfitt að dásama dýrð sköpunarinnar...afsakið, "dýrð tilviljunarinnar"....án þess að minnast á Guð kristinnar trúar.Í stað þess að reyna að sparka Guði út úr samfélagi okkar ættum við að sjá allt það góða sem kristin trú hefur fært okkur í gegnum tíðina - allt það jákvæða og góða. Guð er stór hluti af okkar arfleifð og uppruna. Fólk leitar til eða hrópar á Guð í svo ótal mörgum kringumstæðum; þegar hættu steðjar að, þegar einhver hnerrar, þegar það er þakklátt, fær fullnægingu eða liggur á grafarbakkanum. Kristin trú er óhjákvæmilega samtvinnuð tilvist okkar, arfleifð og uppruna. Að reyna að fjarlægja Guð úr tilvist okkar er eins og að reyna að skafa smjör af brauðsneið. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skera á okkar trúarrætur og úthýsa því sem hefur verið þjóð okkar til blessunar og lífs í gegnum tíðina. Á meðan trúleysið getur ekki sannað að Guð sé ekki til, er reynslu okkar samkvæmt hollara að gera ráð fyrir því að hann sé raunverulegur og áframhaldandi uppspretta góðra hluta í þjóðfélagi okkar. Ef við erum heiðarleg við okkur sjálf og leggjum allan tepruskap gagnvært trúleysi á hilluna, sjáum við að við töpum litlu á því að leyfa kristinni trú að einkenna áfram okkar samfélagsmynstur - þvert á móti er allt sem bendir til að við eflumst við það, ef við minnumst allra þeirra sigra sem von trúarinnar hefur fært okkur hingað til.Skerum því ekki á reipið fyrr en fjarvist Guðs hefur verið formlega sönnuð með algjörlega óyggjandi hætti. Þangað til skulum við fagna þeirri von sem kristin trú færir stórum og smáum í okkar ágæta landi - þar sem trúlausir eiga kröfu á skilyrðislausri virðingu trúaðra landsmanna. Enda er kærleikur sannra kristinna manna langlyndur, góðviljaður, vonar og umber allt, eins og Jóhann G. og Óðmenn sungu af innlifun sælla minninga, beint upp úr ritningu kristinnar trúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Kristin trú er óhjákvæmilega samtvinnuð tilvist okkar, arfleifð og uppruna. Að reyna að fjarlægja Guð úr tilvist okkar er eins og að reyna að skafa smjör af brauðsneið.“Hvað knýr fólk til að gera lítið úr kristinni trú og að reyna að bakfæra hana úr samfélagi okkar? Skrifaðir eru heilu og hálfu pistlarnir sem ganga út á að gera lítið úr og hæðast að persónulegri sannfæringu fólks um að Guð sé raunverulegur. Hvað býr að baki? Ég átta mig satt að segja ekki almennilega á þessari kergju gegn kristni í dag. Það er nefnilega svo ótal margt gott sem við eigum kristinni trú að þakka og mælir gegn því að hún verði smátt og smátt afmáð sem okkar þjóðartrú, eins og hér mun koma í ljós. Til að færa eðlilegt jafnvægi í umræðuna, skrifa ég af gefnu tilefni sem verjandi kristinnar trúar. Ég vona að þessar vangaveltur mínar verði kveikjan að málefnalegri umræðu á kaffistofum landsmanna: Leiðtogar lands okkar hafa í gegnum aldirnar alið á þjóðtrú landsmanna og hvatt til kirkjusóknar vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem kristin trú hefur haft á sálarlíf landsmanna í gegnum tíðina. Þykir ávöxtur kristinnar trúar virkilega það slæmur og rotinn að nú þurfi markvisst að draga í land? Á meðan trúleysi upphefur tilgangsleysi og tilviljun þá upphefur kristin trú ríkan tilgang - ekki tilviljun, heldur er lífið stefnumót almættisins við sköpun sína sem honum þykir óendanlega vænt um. Trúleysi vill þó sparka Guði út úr tilvistarjöfnunni og um leið taka burt það haldreipi sem hefur veitt fólki von og tilgang í öldusjó lífsins. Það má glöggt sjá í dag að löndum sem ákveðið hafa að byggja þjóðfélög sín á kristnum grunni og tileinka sér sönn kristin gildi í dag, vegnar betur þjóðfélagslega en þeim sem hafa opinberlega og markvisst snúið baki við Guði kristinnar trúar.Trúleysið stendur frammi fyrir því sama og kristin trú að því leyti að á meðan kristnin getur ekki sannað í mannlegum mætti að Guð sé til getur trúleysin ekki sannað í mannlegum mætti sínum að Guð sé ekki til. Á þeim forsendum er því lítið vit í að umfaðma trúleysi umfram trú. Ákvörðun um að afneita þjóðartrú okkar þarf að byggja á betri rökum.Trú á æðri mátt stendur reyndar aðeins betur að vígi vísindalega því að vísindinn eru á þeirri skoðun að Stóri hvellur (Big Bang) hefði ekki getað átt sér stað án einhvers utanaðkomandi krafts, þ.e. eitthvað þurfti að orsaka atburðinn eða „keyra þetta í gang“. Á meðan trúleysið vill ekki viðurkenna tilvist Guðs hefur hún í sannleika sagt aldrei getað fyllilega sannað fjarvist hans með vísindalegum hætti né getað útskýrt hvað orsakaði upphaf lífs. Trúleysi er nefnilega ekki hafið yfir vísindaleg rök frekar en kristin trú. Ef Guð er raunverulegur þá er hann væntanlega uppspretta vísindanna eins og við þekkjum þau og lögmál hans verða því að samræmast viðurkenndum vísindum. Þarna er kristin trú í sókn þrátt fyrir að margir hafi kannski ekki gert sér fyllilega grein fyrir því, enda rata réttar upplýsingar ekki alltaf í fjölmiðla. Áður en við tökum meðvitaða ákvörðun um að vísa Guði á dyr, þar sem hann hefur fengið að vera fastur heimilisgestur í okkar samfélagi, er rökrétt að skoða forsendur fyrir brottrekstri vel. Eðlilegt er að góð ástæða hljóti að búa að baki róttækri ákvörðun sem þessari. Ekki er hægt að segja að þjóðfélagi okkar standi ógn af kristinni trú í dag, né heldur hægt að fullyrða að kristin trú skaði fólk. Þótt trúleysinni finnist kristin trú kannski asnaleg og heimskuleg, stafar ekki meiri hætta af áhugasömum kristnum einstaklingum í dag en t.d. knattspyrnuáhugamönnum sem upphefja íþróttina eins og um trúarbrögð sé að ræða. Í raun felst meiri hætta í að fara á stórleik milli Liverpool og Manchester United en að fara á mót kristinna manna. Kotmót hvítasunnumanna sem vel er sótt um verslunarmannahelgar er t.d. þekkt fyrir friðsemd, gleði og prúðmennsku á meðan venjulegt fólk er í hættu í áhorfandastúkum íþróttaleikvangs vegna uppþota meðal stuðningsmanna keppnisliðanna. Sama má segja þegar önnur mannamót um verslunarmannahelgi eru borin saman við kristileg mótshöld. Kristileg hegðun á fjölmennum mannamótum þykir til fyrirmyndar samkvæmt fréttaflutningi. Jafnvel þótt einhverjir vanheilir einstaklingar gangi berserksgang í nafni kristinnar trúar einhvers staðar, endurspeglar sú hegðun ekki grunngildi kristinnar trúar frekar en að nokkrir vanheilir stuðningsmenn Liverpool endurspegli grunngildi knattspyrnunnar sem íþróttagrein. Auðvitað eru svo öfgamenn meðal trúleysingja líka - það sleppur víst engin hópur með fullkomna ferilskrá. Trúleysi finnst margt einkennilegt í fari kristinna manna, og efast ég ekki um að þessu sé einnig öfugt farið, þótt mér finnist minna fara fyrir því að kristnir hæðist að trúleysingjum opinberlega í greinarskrifum. Boðberar trúleysis skemmta sér stundum við að reyna að finna eitthvað í kristinni trú sem hægt er að túlka sem heimsku og sýna þannig fram á hversu klikkuð trúin er. Lítil góðvild býr að baki slíku opinberu háði. Þetta eru innistæðulausar árásir á einlæga sannfæringu fólks sem hefur ekki með nokkru móti unnið til slíkra niðurlæginga. Að gera lítið úr öðrum á grundvelli trúarbragða, eins og boðberar trúleysis virðast leyfa sér að gera í ríkari mæli í dag, t.d. á fésbókarsíðum og í fjölmiðlum, er samkvæmt okkar eigin gildum sem þjóðfélag, í besta falli siðleysi og óvirðing. Þegar barn hæðist að skólafélaga köllum við það skaðlegt einelti. Við virðumst því sem þjóð fordæma einelti þegar það á við, en kippum okkur síðan ekki upp við það þótt gert sé grín að kristinni trú og þeim sem hafa gert hana að sínum stólpa í lífinu. Þetta á sérstaklega við um kristna trú því ekki vegur trúleysið eins harkalega að öðrum trúarbrögðum. Kristin trú virðist vera sérstakt skotmark í dag og virðist vera komið í tísku þessa dagana að leggja hana í einelti.Þegar öllu er á botninn hvolft þá ættum við sem þjóð að byggja brýr milli ólíkra einstaklinga í stað þess að reyna að brjóta þær niður með háði og særandi orðum. Við eigum að bera virðingu fyrir öllu sem er gott og göfgandi og elska náungann eins og okkur sjálf....eins og kristin trú undirstrikar.Kristin trú hefur verið haldreipi svo margra frá unga aldri. Á bjargsyllu sem er að gefa eftir er trúin kaðalspottinn sem fólk grípur í til að bjarga sér þegar allt annað bregst. Trúleysið vill skera á reipið strax án haldbærra raka, eingöngu af því að hún vill ekki trúa að hinn endinn sé bundinn fastur við klett. Spottinn virðist hreinlega fara í taugarnar á trúleysinu.Trúin hefur gefið börnum okkar styrk og von í erfiðum kringumstæðum, t.d. þegar ótti og einmanaleiki hefur sótt að. Viljum við taka burtu þessa uppsprettu vonar og kenna þeim að þau standi í raun hjálparlaus frammi fyrir köldu tilgangsleysi lífsins, þegar fjölskylda og vinir eru ekki til staðar á stormasömum stundum? Trúin er ótrúlega mikilvægur og viðurkenndur þáttur í "Tólf spora kerfi" alkhólista og hefur glætt von í hjarta sjúkra og hjálpað fórnarlömbum áfengis að fóta sig aftur í lífinu. Eigum við að taka Guð út úr jöfnunni og upphefja vonleysi trúleysisins á kostnað vonarboðskaps kristinnar trúar; trúarvoninni úr uppeldi þeirra sem þurfa kannski einn daginn lífsnauðsynlega á slíkri von að halda í baráttunni við vímuefni? Hvað með hinn mikla áhrifamátt trúar í tónlist? Nefna má að eitt þekktasta lag heims „Amazing Grace“ hefur komið fólki í gegnum vonlausar kringumstæðum frá ómunatíð, og hefur það þá ekki síst verið haldreipi fólks sem hefur þurft að þola misrétti vegna kynþáttahaturs af hendi hvíta mannsins. Flestir tónlistarmenn sækja reyndar í kristna trú á einn eða annan hátt og óhætt að segja að án kristinnar trúar hefðu Elvis Presley, Johnny Cash, Eva Cassidy, Cliff Richard og ótal fleiri stjörnur ekki skinið eins skært og ekki náð að snerta eins djúpt við fólki um allan heim eins og raun ber vitni. Eftirminnilegir eru gospel-tónleikarnir sem Johnny Cash hélt í fangelsi fyrir forherta glæpamenn sem fundu von í kristilegum boðskapi laga hans.Hvað með þátt kristinnar trúar í skírnum, hjónavígslum og fermingum? Ef trú er heimska eins og trúleysið staðhæfir, af hverju sækja flestir í trúna er þeir velja nafn fyrir barnið sitt, ganga í það heilaga eða yfirgefa barndóm á táknrænan hátt? Við höfum sem þjóð alltaf viljað Guðs blessun yfir stórar ákvarðanir í lífi okkar. Meira að segja þeir sem hafa hvorki helgað líf sitt kristinni trú né fara eftir fyrirmælum hennar, sækja kirkjur við hátíðleg tækifæri og falast eftir kristilegri blessun. Trúleysið nýtir sér þá í dag sem fyrr kristilegar hefðir og hátíðir til að tryggja börnum sínum fermingargjafir, jólagjafir og skírnargjafir – sem er í raun hræsni ef málin eru skoðuð í réttu ljósi góðrar gagnrýni.Talandi um nöfn, hvað þá með nafnaarfleifð okkar sem byggir á tilvist Guðs? Nöfn eins og Guðmundur, Guðný, Guðsteinn, Guðmann, Guðgeir, Kristinn, Kristmann, Kristborg o.s.frv. Trúleysin vill kannski mjaka þessum nöfnum út úr okkar samfélagi. Trúleysin kallar væntanlega fljótlega eftir nýjum þjóðsöng og kemur „Ísland er land þitt“ væntanlega ekki til greina því að enn einu sinni fannst enn einum lagahöfundinum erfitt að dásama dýrð sköpunarinnar...afsakið, "dýrð tilviljunarinnar"....án þess að minnast á Guð kristinnar trúar.Í stað þess að reyna að sparka Guði út úr samfélagi okkar ættum við að sjá allt það góða sem kristin trú hefur fært okkur í gegnum tíðina - allt það jákvæða og góða. Guð er stór hluti af okkar arfleifð og uppruna. Fólk leitar til eða hrópar á Guð í svo ótal mörgum kringumstæðum; þegar hættu steðjar að, þegar einhver hnerrar, þegar það er þakklátt, fær fullnægingu eða liggur á grafarbakkanum. Kristin trú er óhjákvæmilega samtvinnuð tilvist okkar, arfleifð og uppruna. Að reyna að fjarlægja Guð úr tilvist okkar er eins og að reyna að skafa smjör af brauðsneið. Það kann ekki góðri lukku að stýra að skera á okkar trúarrætur og úthýsa því sem hefur verið þjóð okkar til blessunar og lífs í gegnum tíðina. Á meðan trúleysið getur ekki sannað að Guð sé ekki til, er reynslu okkar samkvæmt hollara að gera ráð fyrir því að hann sé raunverulegur og áframhaldandi uppspretta góðra hluta í þjóðfélagi okkar. Ef við erum heiðarleg við okkur sjálf og leggjum allan tepruskap gagnvært trúleysi á hilluna, sjáum við að við töpum litlu á því að leyfa kristinni trú að einkenna áfram okkar samfélagsmynstur - þvert á móti er allt sem bendir til að við eflumst við það, ef við minnumst allra þeirra sigra sem von trúarinnar hefur fært okkur hingað til.Skerum því ekki á reipið fyrr en fjarvist Guðs hefur verið formlega sönnuð með algjörlega óyggjandi hætti. Þangað til skulum við fagna þeirri von sem kristin trú færir stórum og smáum í okkar ágæta landi - þar sem trúlausir eiga kröfu á skilyrðislausri virðingu trúaðra landsmanna. Enda er kærleikur sannra kristinna manna langlyndur, góðviljaður, vonar og umber allt, eins og Jóhann G. og Óðmenn sungu af innlifun sælla minninga, beint upp úr ritningu kristinnar trúar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun