Föstudagurinn rangi guðmundur andri thorsson skrifar 30. nóvember 2015 08:00 Ég mjakaðist ofurhægt á bílnum inn í austurhluta Reykjavíkur á meðan útvarpið malaði. Það var föstudagur. Ég flakkaði á milli stöðva; alls staðar voru óðamála karlmenn að æpa á mig. Þeir heimtuðu að ég færi út í búð, tafarlaust. Nú var nefnilega, sögðu þeir, Black Friday. Og hvað átti ég að gera í því: Jú, stökkva til og kaupa mér dýnu, topplyklasett, brauðrist, saumavél, regnhlíf eða skíði – bara eitthvað. Ég hrökklaðist skelkaður milli stöðva, en þeir voru alls staðar, þessi æstu karlmenn, þar til loks að ég komst í var á rás eitt ríkisútvarpsins. Því fylgdi mikill léttir að heyra þar Sigvalda Júlíusson þul tilkynna í sínum þurrlegasta þulartóni að nú væri „svartur föstudagur“.„Skemmtilegt er myrkrið“ Þetta var einmitt hvítasti dagur ársins. Maður fékk ofbirtu í augun hvert sem litið var. Kaupmenn voru hins vegar í óða önn að bjóða okkur upp á innfluttan sorta frá Ameríku, rétt eins og ekki sé nægilegt framboð af myrkri hér í skammdeginu. Af hverju? Það er víst svona sem þetta er gert í Ameríkunni. Manni skilst að öllu sé hér til skila haldið frá föstudeginum svarta í Bandaríkjunum, nema að vísu þessu eina sem aldrei nær hingað til okkar: sjálfum afslættinum. Á íslensku er allt eitthvað svo satt. Allt hljómar svo raunverulegt á íslensku, sem getur orðið soldið niðurdrepandi, hún segir okkur hlutina eins og þeir eru – þetta gamla mál fólks sem lifði af gæðum lands og sjávar og var í stöðugum lífsháska og þurfti að geta talað um veðrið með þúsund orðum um vindinn til að vita nákvæmlega hvaða veðra væri von. Það er svo erfitt að þyrla upp moldviðri á þessu máli þar sem merkingin vísar af ískaldri nákvæmni á fyrirbærin og orðin framkalla óðara myndir hjá manni. Svartur föstudagur: er það ánægjuleg tilhugsun að eiga hann í vændum? Þetta hljómar eins og skelfileg vá sem vofir yfir mann. „Skemmtilegt er myrkrið,“ sagði draugurinn í þjóðsögunni en var nokkurn veginn einn um þá skoðun. En svo heyrir maður „Black Friday“ og yppir öxlum; það hljómar eins og merkingarleysa sem smellur í munni. Eða til hvers vísar hugtakið? Þetta mun vera upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum og vera fyrsti föstudagurinn eftir Thanksgiving, sérhannaður kaupæðisdagur og gefur netið manni ýmsar skýringar á þessu válega nafni, og maður er óðara farinn að geispa í miðri útskýringu – eitthvað um liti í bókhaldi.Hræranlegar hátíðir Forlátið mér þetta tuð. Það er svo sannarlega ekki í verkahring nokkurs manns að hlutast til um það hvernig annað fólk gerir sér dagamun, svo fremi það meiði ekki aðra. Við horfum brosandi á Hindúa hér á landi halda upp á sína ljósahátíð, Diwali, múslímar halda af aðdáunarverðu þolgæði út sinn Ramadan, Gyðingar halda upp á Yom Kippur, kristnir menn minnast fæðingar frelsarans á jólum og Íslendingar blóta Þorrann, sem er heiðin og forn trúarhátíð hvað sem hver segir. Og svo framvegis. Og fólk sem trúir á Ameríku heldur upp á Thanksgiving með kalkúnaáti að hætti prótestanta, svonefndra pílagríma, sem litu á sig sem guðs útvöldu þjóð og færðu guði þakkir fyrir góða uppskeru. Okkur hinum kann að vísu að þykja þetta skyndilega þakkargjörðarstúss svolítið afkáralegt. Hvað erum við að þakka fyrir hér á landi í lok nóvember? Góða uppskeru? Töðugjöldin eru samkvæmt almanakinu hér haldin seint í ágúst. Eiginlega er álíka nærtækt að fara að taka upp siði Amish-manna … Sannast hér sem löngum fyrr að trúarsiðir missa inntak og merkingu þegar þeir eru fluttir frá einu svæði með tiltekið náttúrufar til annars með allt aðra landshagi, en vaxa ekki eðlilega fram í sambýli manns og Jarðar, endurspegla ekki það samband eins og öll trú ætti að gera; verða að innihaldslausum siðum. Vanmetum samt ekki innihaldsleysið. Það er alls ekki jafn slæmt og af er látið. Það er að minnsta kosti alltaf hægt að ljá því sitt eigið inntak. Og eflaust er hægt að finna einhver þakkarefni hér á landi, sé vel og vandlega leitað. Við höfum svo sannarlega fengið ótalmargt frá Ameríku í menningu og siðum: sumt dásamlegt og auðgandi, eins og alla músíkina og bíómyndirnar, fötin og auglýsingaskiltin; sumt hálfskringilegt, eins og þessar undarlegu íþróttir sem þeir iðka þar vestra, með hinum innvirðulega kýló sem þar er kenndur við baseball og einkennist af gríðarlegu hangsi og óskiljanlegu bauki, eða handboltann sem þeir kalla fúttboll þar sem menn hlaupa fram og til baka með bolta í fanginu og hoppa svo allir í hrúgu þar sem þeir sprikla og kitla hver annan. Og sumt leiðinlegt: Þessi tiltekni föstudagur er ekki góð viðbót fyrir skammdegisviðkvæmt fólk eins og mig. Good friday á ensku er kallaður Föstudagurinn langi. Black friday mætti gjarnan heita á íslensku Föstudagurinn rangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég mjakaðist ofurhægt á bílnum inn í austurhluta Reykjavíkur á meðan útvarpið malaði. Það var föstudagur. Ég flakkaði á milli stöðva; alls staðar voru óðamála karlmenn að æpa á mig. Þeir heimtuðu að ég færi út í búð, tafarlaust. Nú var nefnilega, sögðu þeir, Black Friday. Og hvað átti ég að gera í því: Jú, stökkva til og kaupa mér dýnu, topplyklasett, brauðrist, saumavél, regnhlíf eða skíði – bara eitthvað. Ég hrökklaðist skelkaður milli stöðva, en þeir voru alls staðar, þessi æstu karlmenn, þar til loks að ég komst í var á rás eitt ríkisútvarpsins. Því fylgdi mikill léttir að heyra þar Sigvalda Júlíusson þul tilkynna í sínum þurrlegasta þulartóni að nú væri „svartur föstudagur“.„Skemmtilegt er myrkrið“ Þetta var einmitt hvítasti dagur ársins. Maður fékk ofbirtu í augun hvert sem litið var. Kaupmenn voru hins vegar í óða önn að bjóða okkur upp á innfluttan sorta frá Ameríku, rétt eins og ekki sé nægilegt framboð af myrkri hér í skammdeginu. Af hverju? Það er víst svona sem þetta er gert í Ameríkunni. Manni skilst að öllu sé hér til skila haldið frá föstudeginum svarta í Bandaríkjunum, nema að vísu þessu eina sem aldrei nær hingað til okkar: sjálfum afslættinum. Á íslensku er allt eitthvað svo satt. Allt hljómar svo raunverulegt á íslensku, sem getur orðið soldið niðurdrepandi, hún segir okkur hlutina eins og þeir eru – þetta gamla mál fólks sem lifði af gæðum lands og sjávar og var í stöðugum lífsháska og þurfti að geta talað um veðrið með þúsund orðum um vindinn til að vita nákvæmlega hvaða veðra væri von. Það er svo erfitt að þyrla upp moldviðri á þessu máli þar sem merkingin vísar af ískaldri nákvæmni á fyrirbærin og orðin framkalla óðara myndir hjá manni. Svartur föstudagur: er það ánægjuleg tilhugsun að eiga hann í vændum? Þetta hljómar eins og skelfileg vá sem vofir yfir mann. „Skemmtilegt er myrkrið,“ sagði draugurinn í þjóðsögunni en var nokkurn veginn einn um þá skoðun. En svo heyrir maður „Black Friday“ og yppir öxlum; það hljómar eins og merkingarleysa sem smellur í munni. Eða til hvers vísar hugtakið? Þetta mun vera upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum og vera fyrsti föstudagurinn eftir Thanksgiving, sérhannaður kaupæðisdagur og gefur netið manni ýmsar skýringar á þessu válega nafni, og maður er óðara farinn að geispa í miðri útskýringu – eitthvað um liti í bókhaldi.Hræranlegar hátíðir Forlátið mér þetta tuð. Það er svo sannarlega ekki í verkahring nokkurs manns að hlutast til um það hvernig annað fólk gerir sér dagamun, svo fremi það meiði ekki aðra. Við horfum brosandi á Hindúa hér á landi halda upp á sína ljósahátíð, Diwali, múslímar halda af aðdáunarverðu þolgæði út sinn Ramadan, Gyðingar halda upp á Yom Kippur, kristnir menn minnast fæðingar frelsarans á jólum og Íslendingar blóta Þorrann, sem er heiðin og forn trúarhátíð hvað sem hver segir. Og svo framvegis. Og fólk sem trúir á Ameríku heldur upp á Thanksgiving með kalkúnaáti að hætti prótestanta, svonefndra pílagríma, sem litu á sig sem guðs útvöldu þjóð og færðu guði þakkir fyrir góða uppskeru. Okkur hinum kann að vísu að þykja þetta skyndilega þakkargjörðarstúss svolítið afkáralegt. Hvað erum við að þakka fyrir hér á landi í lok nóvember? Góða uppskeru? Töðugjöldin eru samkvæmt almanakinu hér haldin seint í ágúst. Eiginlega er álíka nærtækt að fara að taka upp siði Amish-manna … Sannast hér sem löngum fyrr að trúarsiðir missa inntak og merkingu þegar þeir eru fluttir frá einu svæði með tiltekið náttúrufar til annars með allt aðra landshagi, en vaxa ekki eðlilega fram í sambýli manns og Jarðar, endurspegla ekki það samband eins og öll trú ætti að gera; verða að innihaldslausum siðum. Vanmetum samt ekki innihaldsleysið. Það er alls ekki jafn slæmt og af er látið. Það er að minnsta kosti alltaf hægt að ljá því sitt eigið inntak. Og eflaust er hægt að finna einhver þakkarefni hér á landi, sé vel og vandlega leitað. Við höfum svo sannarlega fengið ótalmargt frá Ameríku í menningu og siðum: sumt dásamlegt og auðgandi, eins og alla músíkina og bíómyndirnar, fötin og auglýsingaskiltin; sumt hálfskringilegt, eins og þessar undarlegu íþróttir sem þeir iðka þar vestra, með hinum innvirðulega kýló sem þar er kenndur við baseball og einkennist af gríðarlegu hangsi og óskiljanlegu bauki, eða handboltann sem þeir kalla fúttboll þar sem menn hlaupa fram og til baka með bolta í fanginu og hoppa svo allir í hrúgu þar sem þeir sprikla og kitla hver annan. Og sumt leiðinlegt: Þessi tiltekni föstudagur er ekki góð viðbót fyrir skammdegisviðkvæmt fólk eins og mig. Good friday á ensku er kallaður Föstudagurinn langi. Black friday mætti gjarnan heita á íslensku Föstudagurinn rangi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun