Sameinumst um réttlátari fjárlög Formenn stjórnarandstöðuflokkanna skrifar 9. desember 2015 07:00 Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Helgi Hrafn Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar