Björgunarsveitir enn að í Skagafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 11:19 Enn hefur veður ekki lægt í Skagafirði og eru björgunarsveitarmenn að störfum við að festa þakplötur. Vísir/Ernir Ennþá hefur veður ekki lægt í Skagafirði en björgunarsveitarmenn eru enn að störfum þar við að festa þakplötur á sveitabæ í Blönduhlíð. Þegar fréttastofa náði tali af Vernharði Guðnasyni, slökkviliðsstjóra og formanni almannavarnarnefndar Skagafjarðar, var hann nýbúinn að senda björgunarsveitarmenn frá Varmahlíð til sveitabæjar í nágrenni þar sem þakplötur fóru að fjúka. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veðrið að ganga fljótt niður á Norðurlandi vestra eftir hádegi. „Það er það sem við erum að bíða eftir,“ segir Vernharð. „Það er ennþá snælduvitlaust veður í Blönduhlíðinni.“ Um 30-35 björgunarsveitarmenn voru að störfum í nótt en að sögn Vernharðs gekk björgunarstarf að mestu vel. „Það varð tjón hér og þar, þakplötur á ferðinni, gluggar og hurðir sem fuku upp. Að mínu mati gekk þetta bara mjög vel og það skilaði miklu hvað fólk fékk góðar aðvaranir í tíma. Það var farið snemma af stað með þær og almennt séð var fólk að hlýta þeim tilmælum um að vera ekkert á ferðinni.“Víða er enn rafmagnslaust á Norðurlandi. Byggðalínan á milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón en það er á um sjö til tíu kílómetra kafla. Þá er Öxnadalsheiði lokuð en að sögn Vernharðs verður hún ekki mokuð fyrr en seinna í dag. Veður Tengdar fréttir Rafmagn úti og víða skömmtun á Norðurlandi Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón í Blönduhlíð í Skagafirði. 8. desember 2015 08:43 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Aflétta hættustigi á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum Óvissustig er í gildi á öllu landinu og verður staðan endurmetin eftir hádegið. 8. desember 2015 10:51 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Ennþá hefur veður ekki lægt í Skagafirði en björgunarsveitarmenn eru enn að störfum þar við að festa þakplötur á sveitabæ í Blönduhlíð. Þegar fréttastofa náði tali af Vernharði Guðnasyni, slökkviliðsstjóra og formanni almannavarnarnefndar Skagafjarðar, var hann nýbúinn að senda björgunarsveitarmenn frá Varmahlíð til sveitabæjar í nágrenni þar sem þakplötur fóru að fjúka. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veðrið að ganga fljótt niður á Norðurlandi vestra eftir hádegi. „Það er það sem við erum að bíða eftir,“ segir Vernharð. „Það er ennþá snælduvitlaust veður í Blönduhlíðinni.“ Um 30-35 björgunarsveitarmenn voru að störfum í nótt en að sögn Vernharðs gekk björgunarstarf að mestu vel. „Það varð tjón hér og þar, þakplötur á ferðinni, gluggar og hurðir sem fuku upp. Að mínu mati gekk þetta bara mjög vel og það skilaði miklu hvað fólk fékk góðar aðvaranir í tíma. Það var farið snemma af stað með þær og almennt séð var fólk að hlýta þeim tilmælum um að vera ekkert á ferðinni.“Víða er enn rafmagnslaust á Norðurlandi. Byggðalínan á milli Varmahlíðar og Akureyrar, er löskuð í Blönduhlíð. Þar féllu vírarnir á þjóðvegi eitt. Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón en það er á um sjö til tíu kílómetra kafla. Þá er Öxnadalsheiði lokuð en að sögn Vernharðs verður hún ekki mokuð fyrr en seinna í dag.
Veður Tengdar fréttir Rafmagn úti og víða skömmtun á Norðurlandi Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón í Blönduhlíð í Skagafirði. 8. desember 2015 08:43 Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Aflétta hættustigi á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum Óvissustig er í gildi á öllu landinu og verður staðan endurmetin eftir hádegið. 8. desember 2015 10:51 Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Rafmagn úti og víða skömmtun á Norðurlandi Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón í Blönduhlíð í Skagafirði. 8. desember 2015 08:43
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Aflétta hættustigi á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum Óvissustig er í gildi á öllu landinu og verður staðan endurmetin eftir hádegið. 8. desember 2015 10:51
Byggðalínan löskuð á tveimur stöðum Umtalsvert tjón varð á flutningskerfi Landsnets í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. 8. desember 2015 10:31