Bandaríkin ekki í stríði við múslima Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. desember 2015 06:00 Obama Bandaríkjaforseti flutti ávarpið frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu til að leggja sérstaka áherslu á mikilvægið. Fréttablaðið/EPA Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Barack Obama ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið í tilefni af fjöldamorðunum í Kaliforníu í síðustu viku, þegar ung hjón myrtu fjórtán manns á vinnustað eiginmannsins. „Það er greinilegt að þau tvö hafa gengið niður þá braut að láta róttæknina heltaka sig,“ sagði forsetinn. „Þannig að þetta voru hryðjuverk sem áttu að kosta saklaust fólk lífið.“ Megininntak ávarpsins var þó að vara Bandaríkjamenn við því að láta þetta voðaverk verða til þess að kljúfa þjóðina í fylkingar. Bandaríkin standi ekki í neinu stríði við múslima. „Það þýðir samt ekki að afneita eigi þeirri staðreynd að öfgahugmyndir hafa breiðst út í sumum samfélögum múslima. Þetta er raunverulegt vandamál sem múslimar verða að takast á við, undanbragðalaust.“ Ávarpið flutti Obama frá skrifstofu sinni Hvíta húsinu, en þetta er í þriðja sinn frá því hann tók við embætti fyrir sjö árum sem hann ávarpar þjóð sína þaðan. Og vildi með því greinilega leggja sérstaka áherslu á mikilvægi boðskaparins. Forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins voru hins vegar engan veginn hrifnir af boðskapnum. „Er þetta allt og sumt? Við þurfum nýjan forseta. Fljótt!“ sagði Donald Trump, auðkýfingurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum mælist enn með mesta fylgið. Obama kallaði þó á ýmsar aðgerðir og fór yfir baráttu Bandaríkjanna gegn hryðjuverkamönnum, sem staðið hafi yfir allt frá því Al Kaída myrti nærri þrjú þúsund manns þann 11. september árið 2011. „Ógnin frá hryðjuverkamönnum er raunveruleg, en við munum sigrast á henni,“ sagði hann. Árangurinn muni hins vegar ekki ráðast af því að menn tali harkalega eða láti óttann ná tökum á sér. Það sé nákvæmlega það sem hópar á borð við Íslamska ríkið vonist til. „Það er á okkar ábyrgð að hafna tillögum um að bandarískir múslimar sæti öðruvísi meðferð en aðrir. Því ef við fetum þá braut, þá munum við tapa.“ Hann hvatti síðan Bandaríkjaþing til þess að samþykkja hertar reglur um skotvopn, rétt eins og hann hefur iðulega gert þegar fjöldamorð eru framin í Bandaríkjunum. Hann sagði þingið einnig þurfa að setja lög um að kanna betur bakgrunn fólks sem kemur til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þannig að í ljós komi hvort það hefur ferðast til átakasvæða. Loks eigi þingið að samþykkja heimild til Bandaríkjahers til þess að beita herafli gegn Íslamska ríkinu. „Í meira en ár hef ég gefið her okkar skipanir um að gera þúsundir loftárása gegn Íslamska ríkinu. Ég tel að það sé kominn tími til þess að þingið gangi til atkvæða.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira