Fékk svarið við því af hverju hann er í björgunarsveit: „Megum við að minnsta kosti fá að knúsa ykkur áður en við förum?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2015 16:38 Otti Sigmarsson og félagar í björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðu þrjá erlenda ferðamenn í neyð sem voru gríðarlega þakklátir. Otti Sigmarsson „Ég veit ekki hvernig við getum nokkurn tímann þakkað ykkur, við erum búin að vaska allt upp í björgunarsveitarhúsinu og gera fínt. Megum við að minnsta kosti fá að knúsa ykkur áður en við förum?“ Þetta sögðu þrjár hollenskar konur við björgunarsveitamanninn Otta Sigmarsson og félaga eftir að björgunarsveitin Þorbjörn aðstoðaði þær eftir að þær festu bíl sinn á Suðurstrandaveginum um helgina. „Þær voru með allt sitt í bílnum, farangur, peninga, bara allt saman. Við ferjuðum þær í björgunarsveitarhúsið en ákvaðum að skjótast eftir bílnum þeirra og losa hann,“ segir Otti í samtali við VísiFékk svarið við afhverju hann standi yfirleitt í því að bjarga ferðamönnumOtti segir að stundum velti hann því fyrir sér, sérstaklega þegar hann er rennandi blautur og kaldur í björgunarsveitarbílnum í glórulausum byl að aðstoða ferðafólk afhverju hann standi yfirleitt í þessu. Hann fékk svo svarið þegar hann sá þakklætið í augum kvennanna þegar björgunarsveitarmennirnir birtust með bílinn þeirra og allt þeirra hafurtask. „Þau voru gráti næst af gleði og manni leið eins og maður hefði algjörlega bjargað lífi þeirra. Þessvegna er maður að þessu. Þetta var ekkert svo mikið mál fyrir okkur að ná í bílnum en skipti öllu máli fyrir þær. Þær voru ekki með neitt og hefðu ekkert komist án bílsins.“Þökkuðu fyrir sig með því að vaska uppKonurnar þrjár biðu átekta í björgunarsveitahúsnæði Þorbjarnar á meðan þeir sóttu bíl þeirra. Þær sátu ekki þó aðgerðarlausar heldur þrifu allt hátt og lágt, vöskuðu upp og sáu til þess að húsnæðið væri í lagi á meðan út. „Það var alveg frábært og mjög kærkomið. Það var mjög fínt að þurfa ekki að gera allt hreint eftir langa og erfiða vakt.“ Framundan er önnur vakt en björgunarsveitin Þorbjörn mun standa vaktina í kvöld og hefst vaktin klukkan 18 enda er spáð algjöru fárviðri víðsvegar um landið í dag. Veður Tengdar fréttir Allar upplýsingar um vindhraða, vindhviður og vefmyndavélar á einum stað Á vegasjá Vegagerðarinnar má fylgjast með vindhviðum og veðri um allt land. 7. desember 2015 16:15 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Lokanir Vegagerðarinnar Gæti breyst vegna aðstæðna og veðurs. 7. desember 2015 10:51 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Veður tekið að versna mjög á Suðurlandi Íbúar hvattir til að tryggja lausamuni. 7. desember 2015 14:51 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig við getum nokkurn tímann þakkað ykkur, við erum búin að vaska allt upp í björgunarsveitarhúsinu og gera fínt. Megum við að minnsta kosti fá að knúsa ykkur áður en við förum?“ Þetta sögðu þrjár hollenskar konur við björgunarsveitamanninn Otta Sigmarsson og félaga eftir að björgunarsveitin Þorbjörn aðstoðaði þær eftir að þær festu bíl sinn á Suðurstrandaveginum um helgina. „Þær voru með allt sitt í bílnum, farangur, peninga, bara allt saman. Við ferjuðum þær í björgunarsveitarhúsið en ákvaðum að skjótast eftir bílnum þeirra og losa hann,“ segir Otti í samtali við VísiFékk svarið við afhverju hann standi yfirleitt í því að bjarga ferðamönnumOtti segir að stundum velti hann því fyrir sér, sérstaklega þegar hann er rennandi blautur og kaldur í björgunarsveitarbílnum í glórulausum byl að aðstoða ferðafólk afhverju hann standi yfirleitt í þessu. Hann fékk svo svarið þegar hann sá þakklætið í augum kvennanna þegar björgunarsveitarmennirnir birtust með bílinn þeirra og allt þeirra hafurtask. „Þau voru gráti næst af gleði og manni leið eins og maður hefði algjörlega bjargað lífi þeirra. Þessvegna er maður að þessu. Þetta var ekkert svo mikið mál fyrir okkur að ná í bílnum en skipti öllu máli fyrir þær. Þær voru ekki með neitt og hefðu ekkert komist án bílsins.“Þökkuðu fyrir sig með því að vaska uppKonurnar þrjár biðu átekta í björgunarsveitahúsnæði Þorbjarnar á meðan þeir sóttu bíl þeirra. Þær sátu ekki þó aðgerðarlausar heldur þrifu allt hátt og lágt, vöskuðu upp og sáu til þess að húsnæðið væri í lagi á meðan út. „Það var alveg frábært og mjög kærkomið. Það var mjög fínt að þurfa ekki að gera allt hreint eftir langa og erfiða vakt.“ Framundan er önnur vakt en björgunarsveitin Þorbjörn mun standa vaktina í kvöld og hefst vaktin klukkan 18 enda er spáð algjöru fárviðri víðsvegar um landið í dag.
Veður Tengdar fréttir Allar upplýsingar um vindhraða, vindhviður og vefmyndavélar á einum stað Á vegasjá Vegagerðarinnar má fylgjast með vindhviðum og veðri um allt land. 7. desember 2015 16:15 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Lokanir Vegagerðarinnar Gæti breyst vegna aðstæðna og veðurs. 7. desember 2015 10:51 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Veður tekið að versna mjög á Suðurlandi Íbúar hvattir til að tryggja lausamuni. 7. desember 2015 14:51 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Allar upplýsingar um vindhraða, vindhviður og vefmyndavélar á einum stað Á vegasjá Vegagerðarinnar má fylgjast með vindhviðum og veðri um allt land. 7. desember 2015 16:15
Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15
Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45
Veður tekið að versna mjög á Suðurlandi Íbúar hvattir til að tryggja lausamuni. 7. desember 2015 14:51