Nýting orkulinda Íslands dregur úr gróðurhúsaáhrifum Hörður Arnarson skrifar 8. desember 2015 07:00 Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur náð einstökum árangri í notkun á endurnýjanlegri orku við raforkuframleiðslu og húshitun. Um 80% af orkunotkun Íslendinga eru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er árangur sem engin önnur þjóð hefur náð. Þessi auðlind okkar hefur haft mikil áhrif á lífskjör á Íslandi og aukið lífsgæði, m.a. með því að færa okkur ódýrt rafmagn og gera okkur kleift að kynda híbýli okkar eftir þörfum. 80% af raforku á Íslandi eru notuð í iðnað, sem óhjákvæmilega veldur losun gróðurhúsalofttegunda, en á sama tíma hefur aukin notkun áls og kísilmálms jákvæð áhrif á umhverfi. Áliðnaðurinn með því að létta farartæki og kísilmálmur sem framleiðsluefni í sólarrafhlöður. Frá 1990 hefur raforkunotkun í heiminum nálega tvöfaldast. Stærstum hluta aukningarinnar hefur verið mætt með brennslu á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti, með mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Gegn þessu þarf að sporna. Hlutur vatnsorku í heiminum minnkað Raforkan á Íslandi er nánast eingöngu unnin með vatnsafli og jarðvarma og sú vinnsla hefur í för með sér margfalt minni losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Þannig er t.d. losun frá Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) um 0,3% af losun frá kolaorkuveri og um 0,6% ef miðað er við jarðgas. Framleiðsla á áli í heiminum hefur nálega þrefaldast á síðustu 25 árum. Stærstum hluta þessarar aukningar hefur verið mætt með raforku sem unnin er með því að brenna kolum og jarðgasi, einkum í þróunarríkjunum. Síðan 1990 hefur hlutur kola og jarðgass nærri tvöfaldast, á meðan hlutur vatnsorkunnar hefur nærri helmingast. Frá 1990, sem er viðmiðunarár Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hefur raforkusala á Íslandi til stóriðju rúmlega sexfaldast. Að langstærstum hluta er um að ræða aukna álframleiðslu, en einnig hefur orðið aukning hjá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og nýr stórkaupandi, Becromal við Akureyri, hefur hafið rekstur. Sex milljónum tonna minni losun Aukin nýting vatnsafls og jarðvarma á Íslandi, í stað orkuframleiðslu með brennslu jarðefna annars staðar, hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sé miðað við losun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu í heiminum má færa sterk rök fyrir því að aukning í sölu á rafmagni til stóriðju hér á landi hafi á síðasta ári komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur rúmlega sex milljónum tonna af koldíoxíði. Þetta er mun meira en heildarlosun Íslands vegna allrar starfsemi í landinu, heimila, iðnaðar, samgangna, fiskveiða o.s.frv. Árið 2012 var heildarlosunin um 4,5 milljónir tonna. Í Kýótóbókuninni er lögð áhersla á að þjóðir heims nýti endurnýjanlegar orkulindir til að mæta orkuþörf mannkyns. Íslendingar ráða yfir mun meiri slíkum orkulindum en þeir hafa þörf fyrir vegna starfsemi innanlands. Nýting endurnýjanlegra orkulinda Íslands er því ein af leiðunum sem þarf að nota til að ná lokamarkmiði loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Við getum verið stolt af okkar framlagi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun