Cleveland tapaði öðrum leiknum í röð þrátt fyrir stórleik LeBron Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 11:30 Anthony Davis leikur hér á Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers í leiknum í nótt. Vísir/getty Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers
NBA Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira