Cleveland tapaði öðrum leiknum í röð þrátt fyrir stórleik LeBron Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 11:30 Anthony Davis leikur hér á Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers í leiknum í nótt. Vísir/getty Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira