Ekkert ferðaveður síðdegis Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2015 11:21 Vindhraði á landinu klukkan fimm í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti. Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti.
Veður Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira