Skotárás talin vera hryðjuverk Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2015 07:00 Árásarmennirnir flúðu á þessum svarta jeppa, en þeir féllu í skotbardaga við lögreglu. Nordicphotos/AFP Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að skotárásin í Kaliforníu á miðvikudag væri rannsökuð sem hryðjuverk. Byggja rannsakendur þá ákvörðun á miklu safni sprengja og skotvopna sem árásarmennirnir höfðu undir höndum, ferðalögum þeirra til Mið-Austurlanda og gagna sem benda til þess að annar þeirra hafi haft samband við öfgahópa í Mið-Austurlöndum. Þau Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján þegar þau réðust á heilbrigðisstarfsmenn í borginni San Bernardino í Kaliforníu. Þau voru vopnuð rifflum og hálfsjálfvirkum skammbyssum. Er lögregla mætti á staðinn flúðu þau á svörtum jeppa. Lögregla fann bíl þeirra skömmu seinna og skaut þau til bana eftir skothríð. Síðustu 335 daga hefur 351 svokölluð fjöldaskotárás, þar sem skotið er á fleiri en einn, dunið á almennum borgurum í Bandaríkjunum. Kallað hefur verið eftir nýrri byssulöggjöf í landinu í vaxandi mæli en hvergi má finna fleiri byssur á hverja hundrað borgara en í Bandaríkjunum, 113 talsins. Í kjölfar árásarinnar hafa þingmenn og forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins hvatt almenning til þess að biðja fyrir fórnarlömbum. Meðal þeirra eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, auðjöfurinn Donald Trump og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz. Stjórnmálamenn úr röðum Demókrataflokksins hafa gagnrýnt repúblikana harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Chris Murphy sagðist til dæmis fremur vilja láta verkin tala og breyta byssulöggjöfinni en að halda mínútuþagnir og biðja til guðs. Undir það tók fulltrúadeildarþingmaðurinn Adam Schiff sem sagðist hafa fengið sig fullsaddan af mínútuþögnum. „Við erum eina þróaða ríkið á plánetunni sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til að halda skotvopnum frá fólki sem ætti ekki að geta nálgast þau,“ sagði Martin O’Malley einnig í gær, en hann sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Donald Trump Tengdar fréttir Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að skotárásin í Kaliforníu á miðvikudag væri rannsökuð sem hryðjuverk. Byggja rannsakendur þá ákvörðun á miklu safni sprengja og skotvopna sem árásarmennirnir höfðu undir höndum, ferðalögum þeirra til Mið-Austurlanda og gagna sem benda til þess að annar þeirra hafi haft samband við öfgahópa í Mið-Austurlöndum. Þau Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján þegar þau réðust á heilbrigðisstarfsmenn í borginni San Bernardino í Kaliforníu. Þau voru vopnuð rifflum og hálfsjálfvirkum skammbyssum. Er lögregla mætti á staðinn flúðu þau á svörtum jeppa. Lögregla fann bíl þeirra skömmu seinna og skaut þau til bana eftir skothríð. Síðustu 335 daga hefur 351 svokölluð fjöldaskotárás, þar sem skotið er á fleiri en einn, dunið á almennum borgurum í Bandaríkjunum. Kallað hefur verið eftir nýrri byssulöggjöf í landinu í vaxandi mæli en hvergi má finna fleiri byssur á hverja hundrað borgara en í Bandaríkjunum, 113 talsins. Í kjölfar árásarinnar hafa þingmenn og forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins hvatt almenning til þess að biðja fyrir fórnarlömbum. Meðal þeirra eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, auðjöfurinn Donald Trump og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz. Stjórnmálamenn úr röðum Demókrataflokksins hafa gagnrýnt repúblikana harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Chris Murphy sagðist til dæmis fremur vilja láta verkin tala og breyta byssulöggjöfinni en að halda mínútuþagnir og biðja til guðs. Undir það tók fulltrúadeildarþingmaðurinn Adam Schiff sem sagðist hafa fengið sig fullsaddan af mínútuþögnum. „Við erum eina þróaða ríkið á plánetunni sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til að halda skotvopnum frá fólki sem ætti ekki að geta nálgast þau,“ sagði Martin O’Malley einnig í gær, en hann sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs.
Donald Trump Tengdar fréttir Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07