Útilokað að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2015 18:48 Frá fundi stjórnlagaráðs árið 2011. Vísir/Gva Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira