„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2015 10:09 Gylfi Ingvarsson. vísir/vilhelm Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir stöðuna sem upp sé komin ótrúverðuga. Ljóst sé að ekki sé um kjaradeilu að ræða og telur hugsanlegt að stjórnendur hyggist loka álverinu alfarið. „Við fengum staðfestingu á því að það sem þeir eru að tala um, einhver 43 störf, að fyrirtækið spari 45 milljónir á ári með því að ná þessu í gegn. Það er bara djók. Ef fyrirtæki sem veltir milljörðum stendur og fellur með 45 milljónum króna á ári, þá er eitthvað annað á bak við það,“ sagði Gylfi í Bítinu í morgun. Boðuðu verkfalli starfsmanna álversins í Straumsvík var aflýst í gærkvöldi. Kjaradeilan er þó enn óleyst, meðal annars vegna deilna um kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Gylfi segir ekki koma til greina að starfsfólk semji þannig frá sér störfin. „Það sem rætt hefur verið í kringum okkur er að tilgangur Rio Tinto í þessu er ekki þessi harða deila við okkur heldur eitthvað annað. Annað hvort að reyna að þrýsta fram lækkun á raforkuverði eða eitthvað annað sem við erum ekki aðilar að,“ segir hann. Hugsanlega sé það rétt að loka eigi álverinu innan fimm ára. „Það er hugsanlegt. En þá verða þau að gera það á sínum forsendum, en ekki á forsendum kjaradeilna við starfsmenn fyrirtækisins. Rannveig Rist og co fengu launahækkanir í ársbyrjun og eru búin að semja við alla millistjórnendur en þar hafa ekki verið neinar kröfur um það að þeirra launahækkanir séu háðar einhverjum skilyrðum,“ segir Gylfi. „Þetta er vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug.“ Þá segir hann það hafa sannast á ögurstundu að stjórnendur álversins hafi ekki ætlað sér að semja við starfsfólkið. Ákvörðun um að aflýsa verkfallinu sé ekki til þess fallin að aðstoða eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins við að loka álverinu. Áfram verði reynt að knýja fram gerð kjarasamninga. „Við erum enn í þeirri stöðu að við erum enn þá samningslaus og áfram undir verkstjórn ríkissáttsemjara. Aðilar þurfa að halda áfram og það er alltaf mjög súrt fyrir starfsmenn að vinna í því umhverfi að viðsemjendur okkar og atvinnurekandi vilji ekki semja við á á sömu kjörum og á almennum markaði,“ segir Gylfi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Kjaradeilan áfram óleyst. 1. desember 2015 22:50 Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. 1. desember 2015 11:46
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30