Boða fleiri lokanir á Hellisheiði Óli Kr. Ármannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Vegkaflinn á Suðurlandsvegi fyrir ofan Draugahlíðarbrekku hjá Litlu-Kaffistofunni sem hér sést á vefmyndavél Vegagerðarinnar í hádeginu í gær er dæmi um tveir plús einn veg sem skilinn er að með vírvegriði. Mynd/Vegagerðin Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið. Veður Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið.
Veður Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira