Við þurfum (ekki) að velja Óskar Steinn Ómarsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á einu. Ef við opnum faðminn fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver á að borga undir öll veiku flóttamannabörnin? Við þurfum fyrst að lækna íslensk börn. Ég vona að flestum ykkar hafi svelgst á kaffinu við þennan lestur. Þessi málflutningur gefur það nefnilega í skyn að útlendingar séu annars flokks. Hann málar mynd af flóttamönnum sem óæskilegri ógn við heilbrigðiskerfið okkar. Eins og við þurfum að velja á milli þess hvort við aðstoðum flóttamenn eða Íslendinga. Þetta er tilraun til þess að skapa átök á milli tveggja viðkvæmra hópa í samfélaginu, flóttamanna annars vegar og fólks sem þarfnast aðstoðar heilbrigðiskerfisins hins vegar. Sem betur fer hefur þessi málflutningur hingað til einskorðast við kommentakerfið og símatíma Útvarps Sögu. Svíþjóðardemókratar, Danski þjóðarflokkurinn og Sannir Finnar hafa haldið þessum málflutningi á lofti á Norðurlöndum en hann hefur ekki áður heyrst frá stjórnmálamönnum hérlendis. Það breyttist síðastliðinn föstudag, þegar þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Katrín Júlíusdóttir (Samfylkingu) tókust á í Morgunútvarpi Rásar 2. Tilefni umræðunnar var mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem sendar voru úr landi ásamt öðrum hælisleitendum í síðustu viku. Um málið sagði Brynjar: „Hvernig halda menn að kerfið verði ef við erum bara með opinn faðminn fyrir hverjum sem er? Þá verður ekkert kerfi og það verður heldur ekkert heilbrigðiskerfi. Ég segi eins og forsetinn; þetta er barnaleg einfeldni.“Ekki barnaleg einfeldni Það er áhugavert að Brynjar Níelsson telji flóttamenn ógna íslensku heilbrigðiskerfi. Sýrlensku flóttamennirnir 55 eru ekki einu sinni komnir til landsins en samt virðist ríkisstjórn Brynjars á góðri leið með að rústa heilbrigðiskerfinu ein og óstudd. Getur verið að stærsta ógnin við heilbrigðiskerfið sé ekki þolendur stríðs og ofsókna sem hér fá skjól heldur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Það er ekki barnaleg einfeldni að halda að við getum gert bæði í einu, veitt stríðshrjáðum flóttamönnum skjól og rekið almennilegt heilbrigðiskerfi. Við getum aukið aðstoð við flóttamenn, við getum bætt kjör öryrkja og aldraðra og við getum tryggt Landspítalanum nauðsynlegt fjármagn. Þá getum við bætt sálfræðiþjónustu, barist gegn kynbundnu ofbeldi og tryggt öllum jafnan rétt til menntunar. Allt þetta getum við gert. Um þessi mál þurfum við ekki að velja. Mikilvægasta val okkar mun eiga sér stað í kjörklefanum vorið 2017. Þá fáum við tækifæri til að hafna málflutningi Brynjars Níelssonar og velja mannúðlegri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á einu. Ef við opnum faðminn fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver á að borga undir öll veiku flóttamannabörnin? Við þurfum fyrst að lækna íslensk börn. Ég vona að flestum ykkar hafi svelgst á kaffinu við þennan lestur. Þessi málflutningur gefur það nefnilega í skyn að útlendingar séu annars flokks. Hann málar mynd af flóttamönnum sem óæskilegri ógn við heilbrigðiskerfið okkar. Eins og við þurfum að velja á milli þess hvort við aðstoðum flóttamenn eða Íslendinga. Þetta er tilraun til þess að skapa átök á milli tveggja viðkvæmra hópa í samfélaginu, flóttamanna annars vegar og fólks sem þarfnast aðstoðar heilbrigðiskerfisins hins vegar. Sem betur fer hefur þessi málflutningur hingað til einskorðast við kommentakerfið og símatíma Útvarps Sögu. Svíþjóðardemókratar, Danski þjóðarflokkurinn og Sannir Finnar hafa haldið þessum málflutningi á lofti á Norðurlöndum en hann hefur ekki áður heyrst frá stjórnmálamönnum hérlendis. Það breyttist síðastliðinn föstudag, þegar þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Katrín Júlíusdóttir (Samfylkingu) tókust á í Morgunútvarpi Rásar 2. Tilefni umræðunnar var mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem sendar voru úr landi ásamt öðrum hælisleitendum í síðustu viku. Um málið sagði Brynjar: „Hvernig halda menn að kerfið verði ef við erum bara með opinn faðminn fyrir hverjum sem er? Þá verður ekkert kerfi og það verður heldur ekkert heilbrigðiskerfi. Ég segi eins og forsetinn; þetta er barnaleg einfeldni.“Ekki barnaleg einfeldni Það er áhugavert að Brynjar Níelsson telji flóttamenn ógna íslensku heilbrigðiskerfi. Sýrlensku flóttamennirnir 55 eru ekki einu sinni komnir til landsins en samt virðist ríkisstjórn Brynjars á góðri leið með að rústa heilbrigðiskerfinu ein og óstudd. Getur verið að stærsta ógnin við heilbrigðiskerfið sé ekki þolendur stríðs og ofsókna sem hér fá skjól heldur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Það er ekki barnaleg einfeldni að halda að við getum gert bæði í einu, veitt stríðshrjáðum flóttamönnum skjól og rekið almennilegt heilbrigðiskerfi. Við getum aukið aðstoð við flóttamenn, við getum bætt kjör öryrkja og aldraðra og við getum tryggt Landspítalanum nauðsynlegt fjármagn. Þá getum við bætt sálfræðiþjónustu, barist gegn kynbundnu ofbeldi og tryggt öllum jafnan rétt til menntunar. Allt þetta getum við gert. Um þessi mál þurfum við ekki að velja. Mikilvægasta val okkar mun eiga sér stað í kjörklefanum vorið 2017. Þá fáum við tækifæri til að hafna málflutningi Brynjars Níelssonar og velja mannúðlegri stefnu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun