Gylfi og Sara knattspyrnufólk ársins 2015 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2015 16:06 Knattspyrnufólk ársins 2015. vísir/getty/ksí Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017. Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2015 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í 12. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og en það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem sjá um að velja. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í leikmannavali KSÍ 2015 hjá körlum og konum eru eftirfarandi (umfjöllun af heimasíðu KSÍ):Knattspyrnumaður ársins1. sætiGylfi Þór Sigurðsson var sem fyrr í stóru hlutverki hjá sínu félagsliði á árinu, Swansea, lék flesta leiki þess á síðasta keppnistímabili, skoraði 7 mörk og átti 10 stoðsendingar, þegar Swansea hafnaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur leikið alla deildarleiki Swansea á yfirstandandi tímabili og skorað tvö mörk. Gylfi lauk undankeppni EM 2016 sem markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 6 mörk, í 11.-16 sæti yfir markahæstu leikmenn undankeppninnar, og var var lykilmaður í vörn og sókn íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn.2. sætiAron Einar Gunnarsson er fyrirliði A landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron lék stórt hlutverk með félagsliði sínu, Cardiff, sem hafnaði um miðja næst efstu deild á Englandi í vor og gerir nú atlögu að sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.3. sætiBirkir Bjarnason lék með ítalska liðinu Pescara á síðasta keppnistímabili og var þar einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Birkir hafði vistaskipti í sumar og færði sig til Basel í Sviss, þar sem hann hefur fest sig í sessi og lið hans trónir á toppi svissnesku deildarinnar með miklayfirburði. Birkir hefur verið fastamaður í byrjunarliði íslenska landsliðsins síðustu ár og leikið þar stórt hlutverk, ekki síst í nýlokinni undankeppni og í leikjum ársins.Knattspyrnukona ársins1. sætiSara Björk Gunnarsdóttir varð sænskur meistari í fjórða sinn á síðustu fimm árum með félagsliði sínu, Rosengård, eftir harða baráttu allt fram í lokaumferðina við Eskilstuna, og skoraði eitt marka síns liðs í lokaleiknum. Rosengård lék jafnframt til úrslita í sænsku bikarkeppninni, en beið þar lægri hlut. Sara er algjör lykilmaður í sínu félagsliði og á stóran þátt í því að liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna. A landslið kvenna er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017 og þar gegnir Sara Björk lykilhlutverki, bindur saman vörn og sókn liðsins, og er mikill leiðtogi á velli.2. sætiGuðbjörg Gunnarsdóttir átti frábært tímabil í Noregi og varð varð norskur meistari með félagsliði sínu, Lilleström, þar sem hún lék 20 af 22 leikjum liðsins í deildinni. Guðbjörg hefur fest sig í sessi sem aðalmarkvörður A landsliðs kvenna og stóð á milli stanganna í öllum þremur leikjum liðsins í haust, þremur sigurleikjum í undankeppni EM 2017.3. sætiFanndís Friðriksdóttir gegndi lykilhlutverki með liði Breiðabliks á árinu, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í áratug. Fanndís lék alla 18 leiki liðsins, skoraði í þeim 19 mörk og var markahæsti leikmaður deildarinnar, auk þess að vera valin besti leikmaðurinn af öðrum leikmönnum Pepsi-deildar kvenna. Þá var Fanndís fastamaður í A landslið kvenna, sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2017.
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira