Gott fyrsta skref Stjórnarmaðurinn skrifar 16. desember 2015 09:30 Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira