Óttaðist í smástund um EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2015 06:00 Arnór Þór vonast til að ná EM í janúar. vísir/ernir Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira