Skilaboð frá toppAra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Tengdar fréttir Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin.
Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun