Það skiptir máli hverjir stjórna Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. desember 2015 07:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 sést vel að fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur batnað verulega frá hruni og ljóst að margar þær nauðsynlegu aðhaldsaðgerðir og breytingar á skattkerfinu sem gripið var til í kjölfar fjármálaáfallsins árið 2008 hafa skilað árangri. Það vekur hins vegar miklar áhyggjur hvernig hið aukna svigrúm í ríkisfjármálum er nýtt. Það nýtist þeim sem mest hafa á milli handanna á kostnað þeirra sem eru á lægstu laununum og millitekjufólks. Það þarf ekki að vera þannig.Er markmiðið aukinn ójöfnuður? Meðal aldraðra og öryrkja eru hópar sem eiga oft í miklum fjárhagserfiðleikum. Í fjárlagafrumvarpinu eru þeir skildir eftir því kjör þeirra fylgja ekki þróun lágmarkslauna og eru ekki leiðrétt afturvirkt í samræmi við laun annarra, þar á meðal þingmanna. Viðmiðunarmörk barnabóta og vaxtabóta eru ekki látin fylgja verðlagsþróun og verða því mun lægri en áður. Á sama tíma er dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins þannig að fólk með 700.000 kr. í tekjur á mánuði fær 6.000 kr. á mánuði í skattalækkun en fólk á lægstu tekjunum fær engar skattalækkanir. Þegar allar tillögur ríkisstjórnarinnar eru skoðaðar og lagðar saman við síðustu fjárlög má spyrja sig hvort það sé beinlínis markmið ríkisstjórnarinnar að skapa meiri ójöfnuð í samfélaginu.Ungt fólk vill réttlátt samfélag Ungt fólk tekur mikinn þátt samfélagsumræðunni og ljóst að krafan er um réttlátt og gagnsætt samfélag. Fjárlagafrumvarpið endurspeglar ekki vilja eða þarfir ungs fólks. Áfram verður 25 ára og eldri, sem vilja í bóknám, haldið frá framhaldsskólunum og vísað á aðrar dýrari leiðir til náms. Þetta er forgangsröðun sem jafnaðarmenn hafna og sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki getu til að byggja upp réttlátt samfélag sem tryggir öllum betri lífskjör óháð efnahag. Við þetta bætist að ekkert bólar á marglofuðu húsnæðisbótakerfi og húsaleigubætur hækka ekki í samræmi við loforð sem voru gefin í tengslum við skuldaniðurfellinguna, þar sem leigjendur voru skildir eftir. Enginn peningur er settur í aðgerðir svo ungt fólk, sem situr fast í dýru og óöruggu húsnæði á leigumarkaði, geti skapað sér framtíðarheimili. Sá vandi bitnar meðal annars á börnum leigjenda en mörg þeirra skortir efnisleg gæði samkvæmt tölum Hagstofunnar.Við styðjum opinbera þjónustu Ríkisstjórnin sem nú situr hefur alltaf sett starfsemi Landspítalans í uppnám við fjárlagagerð sína. Það er athyglisvert í ljósi margítrekaðra yfirlýsinga stjórnarþingmanna um að forgangsraða eigi í þágu þjóðarsjúkrahússins. Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir að spítalinn geti á komandi ári staðið við nýgerða kjarasamninga, sinnt nauðsynlegu viðhaldi eða stytt nægilega of langa biðlista sem lengdust enn vegna verkfalla á árinu sem er að líða. Ofan á þetta bætist að fjárlög gera ekki ráð fyrir að spítalinn fái framlög til að mæta fólksfjölguninni, breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar eða hraðri fjölgun ferðamanna. Aftur á móti er tekið tillit til þessara þátta í samningum við sérgreinalækna og aðra einkarekna heilbrigðisþjónustu. Það er merki um ranga forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðisþjónustunni. Í því samhengi hafa jafnframt verið kynnt áform um aukinn einkarekstur í heilsugæslunni sem er ófjármagnaður í breytingartillögum stjórnarflokkanna við 2. umræðu fjárlaga. Það lýsir miklu skilningsleysi á vanda íslensks heilbrigðiskerfis að tefla auknum einkarekstri fram sem einu lausninni á vanda þess. Að það skuli gert án skýrrar stefnumörkunar eða umræðu í samfélaginu vekur eðlilega upp ótta um að stefnt sé að því að veikja opinbera þjónustu enn frekar og auka kostnaðarþátttöku sjúklinga. Sérstaklega þegar horft er til þess að ekki er verið að stíga mikilvægustu skrefin í heilbrigðismálum sem eru aukin fjárframlög til opinberra stofnana. Þær hafa haldið úti góðri þjónustu á miklum niðurskurðartímum sem hófust fyrir hrun. Nú er komið að þolmörkum, skýr merki þess eru m.a. alvarleg staða á Landspítalanum og lítil nýliðun heimilislækna.Betri vegi og góð störf á landsbyggðinni Nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins eru látnar sitja á hakanum í fjárlagafrumvarpinu. Of hæg uppbygging á ferðamannastöðum, nánast engar nýjar vegaframkvæmdir og ófullnægjandi vetrarþjónusta á vegum úti bitnar illa á íbúum landsbyggðarinnar. Byggðastefna sem byggir á handahófskenndum hugmyndum um uppbyggingu álvers á Skagaströnd og útdeilingu peninga frá forsætisráðuneytinu í húsafriðun er ekki líkleg til árangurs. Á meðan er sóknaráætlun landshluta vanfjármögnuð og önnur verkefni sem skapa ný og verðmæt störf ekki til. Tækifærum til að afla tekna af atvinnugreinum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu, sem einna mest bera úr býtum, er alveg sleppt án þess að færa fyrir því nein haldbær rök.Tækifærin eru til staðar Við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 voru góð tækifæri til að skapa enn betra samfélag, byggt á sanngjarnri skiptingu þeirra gæða sem við eigum á Íslandi og leggja grundvöll að þjóðfélagi sem stenst samanburð við önnur norræn ríki. Þau tækifæri liggja enn ónýtt og haldið er áfram á braut sem allir sjá að leiðir til aukinnar misskiptingar þar sem forréttindahópar munu búa við betri stöðu en aðrir. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er ekki að finna trúverðuga sóknarstefnu fyrir Ísland, sem er líkleg til að stöðva flóttann frá landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 sést vel að fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur batnað verulega frá hruni og ljóst að margar þær nauðsynlegu aðhaldsaðgerðir og breytingar á skattkerfinu sem gripið var til í kjölfar fjármálaáfallsins árið 2008 hafa skilað árangri. Það vekur hins vegar miklar áhyggjur hvernig hið aukna svigrúm í ríkisfjármálum er nýtt. Það nýtist þeim sem mest hafa á milli handanna á kostnað þeirra sem eru á lægstu laununum og millitekjufólks. Það þarf ekki að vera þannig.Er markmiðið aukinn ójöfnuður? Meðal aldraðra og öryrkja eru hópar sem eiga oft í miklum fjárhagserfiðleikum. Í fjárlagafrumvarpinu eru þeir skildir eftir því kjör þeirra fylgja ekki þróun lágmarkslauna og eru ekki leiðrétt afturvirkt í samræmi við laun annarra, þar á meðal þingmanna. Viðmiðunarmörk barnabóta og vaxtabóta eru ekki látin fylgja verðlagsþróun og verða því mun lægri en áður. Á sama tíma er dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins þannig að fólk með 700.000 kr. í tekjur á mánuði fær 6.000 kr. á mánuði í skattalækkun en fólk á lægstu tekjunum fær engar skattalækkanir. Þegar allar tillögur ríkisstjórnarinnar eru skoðaðar og lagðar saman við síðustu fjárlög má spyrja sig hvort það sé beinlínis markmið ríkisstjórnarinnar að skapa meiri ójöfnuð í samfélaginu.Ungt fólk vill réttlátt samfélag Ungt fólk tekur mikinn þátt samfélagsumræðunni og ljóst að krafan er um réttlátt og gagnsætt samfélag. Fjárlagafrumvarpið endurspeglar ekki vilja eða þarfir ungs fólks. Áfram verður 25 ára og eldri, sem vilja í bóknám, haldið frá framhaldsskólunum og vísað á aðrar dýrari leiðir til náms. Þetta er forgangsröðun sem jafnaðarmenn hafna og sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki getu til að byggja upp réttlátt samfélag sem tryggir öllum betri lífskjör óháð efnahag. Við þetta bætist að ekkert bólar á marglofuðu húsnæðisbótakerfi og húsaleigubætur hækka ekki í samræmi við loforð sem voru gefin í tengslum við skuldaniðurfellinguna, þar sem leigjendur voru skildir eftir. Enginn peningur er settur í aðgerðir svo ungt fólk, sem situr fast í dýru og óöruggu húsnæði á leigumarkaði, geti skapað sér framtíðarheimili. Sá vandi bitnar meðal annars á börnum leigjenda en mörg þeirra skortir efnisleg gæði samkvæmt tölum Hagstofunnar.Við styðjum opinbera þjónustu Ríkisstjórnin sem nú situr hefur alltaf sett starfsemi Landspítalans í uppnám við fjárlagagerð sína. Það er athyglisvert í ljósi margítrekaðra yfirlýsinga stjórnarþingmanna um að forgangsraða eigi í þágu þjóðarsjúkrahússins. Þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir að spítalinn geti á komandi ári staðið við nýgerða kjarasamninga, sinnt nauðsynlegu viðhaldi eða stytt nægilega of langa biðlista sem lengdust enn vegna verkfalla á árinu sem er að líða. Ofan á þetta bætist að fjárlög gera ekki ráð fyrir að spítalinn fái framlög til að mæta fólksfjölguninni, breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar eða hraðri fjölgun ferðamanna. Aftur á móti er tekið tillit til þessara þátta í samningum við sérgreinalækna og aðra einkarekna heilbrigðisþjónustu. Það er merki um ranga forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðisþjónustunni. Í því samhengi hafa jafnframt verið kynnt áform um aukinn einkarekstur í heilsugæslunni sem er ófjármagnaður í breytingartillögum stjórnarflokkanna við 2. umræðu fjárlaga. Það lýsir miklu skilningsleysi á vanda íslensks heilbrigðiskerfis að tefla auknum einkarekstri fram sem einu lausninni á vanda þess. Að það skuli gert án skýrrar stefnumörkunar eða umræðu í samfélaginu vekur eðlilega upp ótta um að stefnt sé að því að veikja opinbera þjónustu enn frekar og auka kostnaðarþátttöku sjúklinga. Sérstaklega þegar horft er til þess að ekki er verið að stíga mikilvægustu skrefin í heilbrigðismálum sem eru aukin fjárframlög til opinberra stofnana. Þær hafa haldið úti góðri þjónustu á miklum niðurskurðartímum sem hófust fyrir hrun. Nú er komið að þolmörkum, skýr merki þess eru m.a. alvarleg staða á Landspítalanum og lítil nýliðun heimilislækna.Betri vegi og góð störf á landsbyggðinni Nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins eru látnar sitja á hakanum í fjárlagafrumvarpinu. Of hæg uppbygging á ferðamannastöðum, nánast engar nýjar vegaframkvæmdir og ófullnægjandi vetrarþjónusta á vegum úti bitnar illa á íbúum landsbyggðarinnar. Byggðastefna sem byggir á handahófskenndum hugmyndum um uppbyggingu álvers á Skagaströnd og útdeilingu peninga frá forsætisráðuneytinu í húsafriðun er ekki líkleg til árangurs. Á meðan er sóknaráætlun landshluta vanfjármögnuð og önnur verkefni sem skapa ný og verðmæt störf ekki til. Tækifærum til að afla tekna af atvinnugreinum eins og sjávarútvegi og ferðaþjónustu, sem einna mest bera úr býtum, er alveg sleppt án þess að færa fyrir því nein haldbær rök.Tækifærin eru til staðar Við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 voru góð tækifæri til að skapa enn betra samfélag, byggt á sanngjarnri skiptingu þeirra gæða sem við eigum á Íslandi og leggja grundvöll að þjóðfélagi sem stenst samanburð við önnur norræn ríki. Þau tækifæri liggja enn ónýtt og haldið er áfram á braut sem allir sjá að leiðir til aukinnar misskiptingar þar sem forréttindahópar munu búa við betri stöðu en aðrir. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er ekki að finna trúverðuga sóknarstefnu fyrir Ísland, sem er líkleg til að stöðva flóttann frá landinu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun