Fótbolti

Arnór verður þriðji Íslendingurinn hjá Hammarby

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Smárason í búningi Hammarby.
Arnór Smárason í búningi Hammarby. mynd/hammarby
Arnór Smárason hefur fært sig um set í Svíþjóð, en hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Hammarby. Þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.

Arnór kemur til liðsins frá Helsingborg, en hann verður þriðji Íslendingurinn í röðum félagsins. Þar fyrir eru landsliðsmennirnir Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson.

„Arnór er virklega hæfileikaríkur fótboltamaður sem fyllir í öll þau box sem við vorum að leita að. Hann getur spilað allar framherjastöðurnar og er reyndur landsliðsmaður. Þetta er leikmaður sem á eftir að nýtast Hammarby,“ segir Mats Jingblad, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, á heimasíðu þess.

Arnór eru 27 ára gamall Skagamaður sem lék með Esbjerg í Danmörku áður en hann fór til Helsingborg fyrir tveimur árum. Hann var lánaður til Rússlands í byrjun árs.

Arnór skoraði fimm mörk fyrir Helsinborg á síðasta tímabili í fimmtán leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×