Róttækni og kjarkur í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Þjóðir heims standa nú frammi fyrir einu stærsta verkefni sögunnar á stórum fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í París þessa dagana. Til þess að stemma stigu við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr henni svo um munar þarf stórtækar aðgerðir í öllum geirum samfélagsins í öllum samfélögum. Líka á Íslandi. Loftslagsbreytingar af mannavöldum ógna lífi á jörðinni. Gríðarlegar breytingar á veðri, hitastigi og yfirborði sjávar munu hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, samfélaga og heilu þjóðanna. Óveður, stórflóð og uppskerubrestir eru orðin daglegt brauð í fréttum víða um heim. Minna hefur farið fyrir umræðunni um fækkun tegundanna sem stendur í beinum tengslum við loftslagsbreytingar. Maðurinn, sem er partur af vistkerfi jarðar, verður fyrir áhrifum af slíkum breytingum eins og allt annað líf á jörðinni. Náttúran getur nefnilega verið án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar.Aðeins ein jörð Hið opinbera markmið er að hlýnunin verði ekki meira en tvær gráður á selsíus en samt verður um að ræða gríðarlegar breytingar af því tagi sem áður er nefnt. Líkurnar á því að takist að ná þessum markmiðum minnka hins vegar með ári hverju. Ef hlýnunin verður meiri verður vandinn stærri og skaðinn á jörðinni óafturkræfur. Við eigum ekki aðra jörð og framtíð hennar er í húfi. Stærsti vandi mannkyns er græðgisvæðingin, kapítalisminn og ágeng nýting náttúruauðlinda. Trúin á að hagvöxtur sé allra meina bót sama hvaðan hann kemur er villuljós sem er ein helsta ástæðan fyrir stöðu mála í þessum stóru og aðkallandi verkefnum. Viðfangsefni aldarinnar er að tryggja jöfnuð, frið og velsæld í heiminum án ágengs vaxtar og yfirgangs á fólk og náttúru. Til þess þarf nýja og betri mælikvarða en hagvöxt eða þjóðarframleiðslu og meiri áherslu á raunveruleg og varanleg lífsgæði í sátt við náttúru og umhverfi.Alvöru markmið En hvað getur Ísland gert? Náttúruverndarsamtök Íslands lögðu fram þrjár kröfur á dögunum að því er varðar framlag Íslands til loftslagsumræðunnar. Í fyrsta lagi að Ísland leggi fram sjálfstæð markmið um að draga úr losun um 40% fyrir 2030, í öðru lagi að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi 2050 og loks að hverfa frá öllum áformum um olíuvinnslu á Íslandsmiðum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur tekið undir öll þessi markmið og sér þess stað bæði í ályktunum landsfundar nú í haust og í sérstökum þingmálum sem endurspegla stefnuna. Umhverfisráðherrann hefur verið spurður um afstöðu ríkisstjórnar Íslands í þessum málum og er skemmst frá því að segja að hún gat ekki tekið undir nein þessara markmiða. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er listi yfir 16 verkefni. Áætlunin er ótímasett, án mælanlegra markmiða, samansafn af kunnuglegum verkefnum en engin heildarsýn. Svo virðist sem ekki liggi fyrir hvernig standi til að fylgja áætluninni eftir, meta framgang hennar eða hvernig hún spilar saman við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem þegar liggur fyrir samkvæmt lögum frá 2010. Það þarf meira en verkefnalista og góðar óskir í loftslagsmálum. Það þarf að tala skýrt, hafa metnaðarfull markmið og leggja fé og krafta til rannsókna og þróunar í þágu loftslagsvænni tækni og atvinnustarfsemi. Það þarf stórhug í loftslagsmálum, róttækni og kjark. Við svo stórt verkefni dugar ekkert minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðir heims standa nú frammi fyrir einu stærsta verkefni sögunnar á stórum fundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í París þessa dagana. Til þess að stemma stigu við aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr henni svo um munar þarf stórtækar aðgerðir í öllum geirum samfélagsins í öllum samfélögum. Líka á Íslandi. Loftslagsbreytingar af mannavöldum ógna lífi á jörðinni. Gríðarlegar breytingar á veðri, hitastigi og yfirborði sjávar munu hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga, samfélaga og heilu þjóðanna. Óveður, stórflóð og uppskerubrestir eru orðin daglegt brauð í fréttum víða um heim. Minna hefur farið fyrir umræðunni um fækkun tegundanna sem stendur í beinum tengslum við loftslagsbreytingar. Maðurinn, sem er partur af vistkerfi jarðar, verður fyrir áhrifum af slíkum breytingum eins og allt annað líf á jörðinni. Náttúran getur nefnilega verið án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar.Aðeins ein jörð Hið opinbera markmið er að hlýnunin verði ekki meira en tvær gráður á selsíus en samt verður um að ræða gríðarlegar breytingar af því tagi sem áður er nefnt. Líkurnar á því að takist að ná þessum markmiðum minnka hins vegar með ári hverju. Ef hlýnunin verður meiri verður vandinn stærri og skaðinn á jörðinni óafturkræfur. Við eigum ekki aðra jörð og framtíð hennar er í húfi. Stærsti vandi mannkyns er græðgisvæðingin, kapítalisminn og ágeng nýting náttúruauðlinda. Trúin á að hagvöxtur sé allra meina bót sama hvaðan hann kemur er villuljós sem er ein helsta ástæðan fyrir stöðu mála í þessum stóru og aðkallandi verkefnum. Viðfangsefni aldarinnar er að tryggja jöfnuð, frið og velsæld í heiminum án ágengs vaxtar og yfirgangs á fólk og náttúru. Til þess þarf nýja og betri mælikvarða en hagvöxt eða þjóðarframleiðslu og meiri áherslu á raunveruleg og varanleg lífsgæði í sátt við náttúru og umhverfi.Alvöru markmið En hvað getur Ísland gert? Náttúruverndarsamtök Íslands lögðu fram þrjár kröfur á dögunum að því er varðar framlag Íslands til loftslagsumræðunnar. Í fyrsta lagi að Ísland leggi fram sjálfstæð markmið um að draga úr losun um 40% fyrir 2030, í öðru lagi að stefna að kolefnishlutlausu Íslandi 2050 og loks að hverfa frá öllum áformum um olíuvinnslu á Íslandsmiðum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur tekið undir öll þessi markmið og sér þess stað bæði í ályktunum landsfundar nú í haust og í sérstökum þingmálum sem endurspegla stefnuna. Umhverfisráðherrann hefur verið spurður um afstöðu ríkisstjórnar Íslands í þessum málum og er skemmst frá því að segja að hún gat ekki tekið undir nein þessara markmiða. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er listi yfir 16 verkefni. Áætlunin er ótímasett, án mælanlegra markmiða, samansafn af kunnuglegum verkefnum en engin heildarsýn. Svo virðist sem ekki liggi fyrir hvernig standi til að fylgja áætluninni eftir, meta framgang hennar eða hvernig hún spilar saman við aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem þegar liggur fyrir samkvæmt lögum frá 2010. Það þarf meira en verkefnalista og góðar óskir í loftslagsmálum. Það þarf að tala skýrt, hafa metnaðarfull markmið og leggja fé og krafta til rannsókna og þróunar í þágu loftslagsvænni tækni og atvinnustarfsemi. Það þarf stórhug í loftslagsmálum, róttækni og kjark. Við svo stórt verkefni dugar ekkert minna.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun