Aukið eftirlit vegna vinnumansals Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. desember 2015 21:18 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki koma á óvart að flestir þeirra tuttugu sem höfðu stöðu þolenda mansals á Íslandi á árinu séu verkamenn. Mikil umfram eftirspurn sé eftir vinnuafli í mannvirkjagreinum. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, greindi frá því í Fréttablaðinu í dag að sumir verkamanna hafi ekki fengið laun, vegabréf þeirra hafi verið tekin af þeim og þeir greint frá ótta um aðstæður sínar. „Þetta kemur mér ekki mikið á óvart,“ segir Gissur. „Þegar það verður gífurlega mikil umfram eftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega í þessum mannvirkjagreinum, karlagreinum, þá er erfitt að henda reiður á öllu því sem fer fram. Þetta er því miður partur af slíkri þróun. Það er einbeittur vilji margra að brjóta lög og reglur og það er greinilega verið að gera.“ Sérstakt mansalsteymi verður stofnað innan lögreglu. Gissur segir að aukin þörf sé á auknu eftirliti og heimsóknum á vinnustaði. „Aukið eftirlit er fyrsta svarið. Það er ekkert óeðlilegt að þessi mál skuli bera upp hjá lögreglunni. Hún er sú sem er mest á vettvangi, fyrir utan kannski vinnueftirlitið og sérstakar sendinefndir á vegum stéttarfélaganna. En það væri auðvitað það sem er mikilvægast. Það er ekkert annað en heimsóknir á vinnustaðina sem gilda til að ganga úr skugga um að það sé verið að borga laun, sem viðkomandi upplýsir okkur um að hann ætli að gera. Það fáum við oft ekki fram nema með beinu samtali og hreinlega hálfgerðum yfirheyrslum.“ Mansal í Vík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það ekki koma á óvart að flestir þeirra tuttugu sem höfðu stöðu þolenda mansals á Íslandi á árinu séu verkamenn. Mikil umfram eftirspurn sé eftir vinnuafli í mannvirkjagreinum. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, greindi frá því í Fréttablaðinu í dag að sumir verkamanna hafi ekki fengið laun, vegabréf þeirra hafi verið tekin af þeim og þeir greint frá ótta um aðstæður sínar. „Þetta kemur mér ekki mikið á óvart,“ segir Gissur. „Þegar það verður gífurlega mikil umfram eftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega í þessum mannvirkjagreinum, karlagreinum, þá er erfitt að henda reiður á öllu því sem fer fram. Þetta er því miður partur af slíkri þróun. Það er einbeittur vilji margra að brjóta lög og reglur og það er greinilega verið að gera.“ Sérstakt mansalsteymi verður stofnað innan lögreglu. Gissur segir að aukin þörf sé á auknu eftirliti og heimsóknum á vinnustaði. „Aukið eftirlit er fyrsta svarið. Það er ekkert óeðlilegt að þessi mál skuli bera upp hjá lögreglunni. Hún er sú sem er mest á vettvangi, fyrir utan kannski vinnueftirlitið og sérstakar sendinefndir á vegum stéttarfélaganna. En það væri auðvitað það sem er mikilvægast. Það er ekkert annað en heimsóknir á vinnustaðina sem gilda til að ganga úr skugga um að það sé verið að borga laun, sem viðkomandi upplýsir okkur um að hann ætli að gera. Það fáum við oft ekki fram nema með beinu samtali og hreinlega hálfgerðum yfirheyrslum.“
Mansal í Vík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira