Vegabréfin tekin og laun ekki greidd Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. desember 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Sigríður segir sérstakt mansalsteymi myndað eftir áramót. Þolendur eru hátt í tuttugu á árinu og flestir þeirra verkamenn. vísir/ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“ Mansal í Vík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“
Mansal í Vík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira