Staðfest var í dag að Patrick Grötzki, hornamaður þýska landsliðsins og Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, missi af Evrópumótinu í handbolta sem hefst í Póllandi þann 15. janúar næstkomandi.
Grötzki meiddist í leik Rhein-Neckar Löwen og Kiel á dögunum en greint var frá því á vef þýska handknattleikssambandsins að að bein í fæti hans væri brotið og að hann verði frá næstu átta vikurnar.
Þetta er áfall fyrir Dag Sigurðsson sem þjálfar þýska landsliðið en Grötzki er þriðji leikmaðurinn sem meiðist á skömmum tíma.
Áður höfðu liðsfélagi Grötzki úr Löwen, Uwe Gensheimer og Patrick Wiencek, leikmaður Kiel, neyðst til þess að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.
Dagur missir enn einn leikmanninn í meiðsli
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti

Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn



Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn