Allt jafnt í fyrsta skipti í kjöri íþróttamanns ársins 23. desember 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var kosinn íþróttamaður ársins 2014. vísir/daníel Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 60. sinn frá upphafi á næstsíðasta degi ársins en 26 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Það eru jafn margar konur og karlar meðal tíu efstu annað árið í röð en það hafði aldrei gerst fyrir það kjör. Nú er skipting einnig þannig að jafn margir úr einstaklingsíþróttum og hópíþróttum komast í hóp tíu efstu. Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir ári og hann er aftur meðal tíu efstu í ár. Hann er nú meðal tíu efstu í tíunda sinn og er tíundi íþróttamaðurinn sem nær því. Jón Arnór er líka einn af þremur á listanum sem eru þar þriðja árið í röð en hin eru knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í áttunda sinn á ferlinum. Gylfi Þór Sigurðsson er aftur á móti á topp tíu listanum fjórða árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Gylfi er einn af þremur á listanum í ár sem hafa hlotið titilinn áður en hinir eru Guðjón Valur og Jón Arnór. Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru báðar á listanum annað árið í röð sem þýðir að sex af tíu voru á listanum í fyrra. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson voru bæði á listanum fyrir tveimur árum og þá bæði í fyrsta skipti. Tveir nýliðar eru á listanum að þessu sinni en knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir eru meðal tíu efstu í fyrsta sinn. Fanney er fyrsta kraftlyftingakonan í sögu kjörsins sem kemst í hóp tíu efstu. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2015 verður lýst í hófi í Silfurbergi í Hörpu þann 30. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna standa saman að hófi Íþróttamanns ársins í tuttugasta sinn.Topp tíu listinn 2015:Eygló Ósk Gústafsdóttir.vísir/anton brinkAníta Hinriksdóttir19 ára frjálsíþróttakona úr ÍR Varð í 20. sæti í 800 m hlaupi á 2:01,01 mínútu sem er næstbesti tími hennar á ferlinum og dugði til að tryggja Anítu þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó.Aron Einar Gunnarsson26 ára knattspyrnumaður hjá Cardiff Fyrirliði og lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts A-liða landsliða karla í fyrsta sinn, er Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi. Eygló Ósk Gústafsdóttir 20 ára sundkona úr Ægi Varð fyrst íslenskra íþróttamanna að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó í mars. Komst í úrslit á HM í 50 m laug og vann tvenn bronsverðlaun á EM í 25 laug í Ísrael, fyrst íslenskra kvenna.Fanney Hauksdóttir23 ára kraftlyftingakona úr Gróttu Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki og þriðja á heimslista í sínum þyngdarflokki. Heimsmeistari og heimsmethafi ungmenna sem og Íslandsmeistari í sama flokki.Gylfi Þór Sigurðsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur Sigurðsson36 ára handboltamaður hjá Barcelona Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona og lykilmaður í íslenska landsliðinu. Var markahæstur leikmanna Barcelona á síðustu leiktíð og í liði ársins í spænsku deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson26 ára knattspyrnumaður hjá Swansea Í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið undankeppni EM. Leikur með Swansea sem náði besta árangri sínum frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni í vor.Helgi Sveinsson36 ára frjálsíþróttamaður úr Ármanni Varð þriðji á HM fatlaðra og bætti heimsmetið í sínum flokki, F42, þar sem hann er í efsta sæti á heimslista. Kastaði lengst 57,36 m.Fanney Hauksdóttir.vísir/daníelHrafnhildur Lúthersdóttir24 ára sundkona úr SH Fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á HM í 50 m laug, þar sem hún varð í 7. sæti í 50 m bringusundi og 6. sæti í 100 m bringusundi. Náði Ólympíulágmarki í fjórum greinum.Jón Arnór Stefánsson33 ára körfuboltamaður hjá Valencia Lykilmaður í liði Íslands sem keppti á úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn. Lék með Malaga á fyrri hluta ársins og svo Valencia, sem er ósigrað á toppnum á Spáni.Sara Björk Gunnarsdóttir25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Svíþjóðarmeistari með Rosengård þar sem hún er fastamaður. Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Sara Björk er einnig lykilmaður með íslenska landsliðinu. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 60. sinn frá upphafi á næstsíðasta degi ársins en 26 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og nú er komið í ljós hvaða íþróttafólk hafnaði í tíu efstu sætunum. Það eru jafn margar konur og karlar meðal tíu efstu annað árið í röð en það hafði aldrei gerst fyrir það kjör. Nú er skipting einnig þannig að jafn margir úr einstaklingsíþróttum og hópíþróttum komast í hóp tíu efstu. Jón Arnór Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir ári og hann er aftur meðal tíu efstu í ár. Hann er nú meðal tíu efstu í tíunda sinn og er tíundi íþróttamaðurinn sem nær því. Jón Arnór er líka einn af þremur á listanum sem eru þar þriðja árið í röð en hin eru knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson. Guðjón Valur Sigurðsson er nú í hópi tíu bestu í áttunda sinn á ferlinum. Gylfi Þór Sigurðsson er aftur á móti á topp tíu listanum fjórða árið í röð og í fimmta skiptið á sex árum. Gylfi er einn af þremur á listanum í ár sem hafa hlotið titilinn áður en hinir eru Guðjón Valur og Jón Arnór. Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru báðar á listanum annað árið í röð sem þýðir að sex af tíu voru á listanum í fyrra. Frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir og Helgi Sveinsson voru bæði á listanum fyrir tveimur árum og þá bæði í fyrsta skipti. Tveir nýliðar eru á listanum að þessu sinni en knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir eru meðal tíu efstu í fyrsta sinn. Fanney er fyrsta kraftlyftingakonan í sögu kjörsins sem kemst í hóp tíu efstu. Kjörinu á Íþróttamanni ársins 2015 verður lýst í hófi í Silfurbergi í Hörpu þann 30. desember en kjörið verður í beinni útsendingu á RÚV. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna standa saman að hófi Íþróttamanns ársins í tuttugasta sinn.Topp tíu listinn 2015:Eygló Ósk Gústafsdóttir.vísir/anton brinkAníta Hinriksdóttir19 ára frjálsíþróttakona úr ÍR Varð í 20. sæti í 800 m hlaupi á 2:01,01 mínútu sem er næstbesti tími hennar á ferlinum og dugði til að tryggja Anítu þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó.Aron Einar Gunnarsson26 ára knattspyrnumaður hjá Cardiff Fyrirliði og lykilmaður á miðju íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti í lokakeppni stórmóts A-liða landsliða karla í fyrsta sinn, er Ísland komst á EM 2016 í Frakklandi. Eygló Ósk Gústafsdóttir 20 ára sundkona úr Ægi Varð fyrst íslenskra íþróttamanna að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó í mars. Komst í úrslit á HM í 50 m laug og vann tvenn bronsverðlaun á EM í 25 laug í Ísrael, fyrst íslenskra kvenna.Fanney Hauksdóttir23 ára kraftlyftingakona úr Gróttu Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki og þriðja á heimslista í sínum þyngdarflokki. Heimsmeistari og heimsmethafi ungmenna sem og Íslandsmeistari í sama flokki.Gylfi Þór Sigurðsson.vísir/vilhelmGuðjón Valur Sigurðsson36 ára handboltamaður hjá Barcelona Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona og lykilmaður í íslenska landsliðinu. Var markahæstur leikmanna Barcelona á síðustu leiktíð og í liði ársins í spænsku deildinni. Gylfi Þór Sigurðsson26 ára knattspyrnumaður hjá Swansea Í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og valinn í úrvalslið undankeppni EM. Leikur með Swansea sem náði besta árangri sínum frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni í vor.Helgi Sveinsson36 ára frjálsíþróttamaður úr Ármanni Varð þriðji á HM fatlaðra og bætti heimsmetið í sínum flokki, F42, þar sem hann er í efsta sæti á heimslista. Kastaði lengst 57,36 m.Fanney Hauksdóttir.vísir/daníelHrafnhildur Lúthersdóttir24 ára sundkona úr SH Fyrsta íslenska konan til að synda til úrslita á HM í 50 m laug, þar sem hún varð í 7. sæti í 50 m bringusundi og 6. sæti í 100 m bringusundi. Náði Ólympíulágmarki í fjórum greinum.Jón Arnór Stefánsson33 ára körfuboltamaður hjá Valencia Lykilmaður í liði Íslands sem keppti á úrslitakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn. Lék með Malaga á fyrri hluta ársins og svo Valencia, sem er ósigrað á toppnum á Spáni.Sara Björk Gunnarsdóttir25 ára knattspyrnukona hjá Rosengård Svíþjóðarmeistari með Rosengård þar sem hún er fastamaður. Liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en Sara Björk er einnig lykilmaður með íslenska landsliðinu.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Leik lokið: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira