Batamiðstöð á Kleppi opnuð fyrir söfnunarfé WOW Cyclothon Bjarki Ármannsson skrifar 22. desember 2015 19:19 Batamiðstöð á Kleppi var formlega opnuð í dag en henni er ætlað að bæta heilsu og lífsgæði geðsjúkra með aukinni hreyfingu. Miðstöðin er hugsuð sem tilraunaverkefni til þriggja mánaða en hún var byggð upp með söfnunarfé úr WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni sem fór fram í sumar. Alls söfnuðust rúmlega 21,7 milljónir í keppninni sem er met. Landspítalinn fékk söfnunarféð afhent í júlí síðastliðnum og í dag tók María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, á móti gestum og fræddi þá um þá starfsemi sem þegar er hafin þar. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans, í tilkynningu vegna opnunarinnar. „Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur.“ Aðstandendur WOW Cyclothon segjast í tilkynningunni í skýjunum með hversu vel tókst til við keppnina og vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt sem og þeirra sem lögðu hönd á plóginn með áheitum. Fulltrúar WOW air og Landspítalans ásamt Hjólakrafti, sigurliði WOW Cyclothon.Mynd/WOW Wow Cyclothon Tengdar fréttir Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 „Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Batamiðstöð á Kleppi var formlega opnuð í dag en henni er ætlað að bæta heilsu og lífsgæði geðsjúkra með aukinni hreyfingu. Miðstöðin er hugsuð sem tilraunaverkefni til þriggja mánaða en hún var byggð upp með söfnunarfé úr WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni sem fór fram í sumar. Alls söfnuðust rúmlega 21,7 milljónir í keppninni sem er met. Landspítalinn fékk söfnunarféð afhent í júlí síðastliðnum og í dag tók María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, á móti gestum og fræddi þá um þá starfsemi sem þegar er hafin þar. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans, í tilkynningu vegna opnunarinnar. „Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur.“ Aðstandendur WOW Cyclothon segjast í tilkynningunni í skýjunum með hversu vel tókst til við keppnina og vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt sem og þeirra sem lögðu hönd á plóginn með áheitum. Fulltrúar WOW air og Landspítalans ásamt Hjólakrafti, sigurliði WOW Cyclothon.Mynd/WOW
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 „Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56
„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16